Innlent

Ætla að koma upp vegriði við Miklubraut þar sem harður árekstur átti sér stað

Birgir Olgeirsson skrifar
Fyrir áramót verður komið upp vegrið í stað girðingar sem aðskilur akbrautir á þessum stað Miklubrautarinnar.
Fyrir áramót verður komið upp vegrið í stað girðingar sem aðskilur akbrautir á þessum stað Miklubrautarinnar. Vísir/Kristinn
Vegagerðin ætlar að setja upp vegrið við þann kafla Miklubrautarinnar þar sem harður árekstur átti sér stað síðastliðinn sunnudag.

Fólksbíll og jeppi skullu þar saman en talið er að bílstjóri annarrar bifreiðarinnar hafi misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir á gagnstæða akbraut. Girðing aðskilur akbrautirnar  á þessum kafla Miklubrautarinnar til að varna för gangandi vegfarenda yfir þær en einhverjir hafa sett spurningarmerki við það hvers vegna ekki hefur verið sett upp vegrið þar og reyna þannig að koma í veg fyrir að bílslys geti orðið með þeim hætti líkt og átti sér stað á sunnudag.

Sjá einnig: Fimm fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur

Talið er að slysið á sunnudag hafi orðið með þeim hætti að bílstjóri annarrar bifreiðarinnar missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir á gagnstæða akbraut.Vísir/Kristinn
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við Vísi að Vegagerðin hafi undanfarin ár gert mikið átak í því að koma upp vegriðum á höfuðborgarsvæðinu. Hafa vegrið til að mynda verið látin upp þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Einnig eru dæmi um að vegrið hafi verið sett upp þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund, til að mynda á Reykjanesbrautinni, þar sem ökumenn aka mun hraðar en leyfilegur hámarkshraði segir til um.

Sjá einnig: Útskrifuð af gjörgæsludeild eftir harðan árekstur á Miklubraut

Pétur segir þennan kafla Miklubrautarinnar, það er að segja frá Grensásvegi og að mislægu gatnamótunum við Fenin og Skeifuna, hafa verið á dagskrá Vegagerðarinnar og stendur til að vegrið verði komið þar upp fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×