Innlent

Fimm fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bílarnir eru illa farnir eftir áreksturinn.
Bílarnir eru illa farnir eftir áreksturinn. Vísir/Anton
Tækjabíll slökkviliðsins var kallaður út skömmu fyrir klukkan fimm í dag þegar tilkynning barst um harðan tveggja bíla árekstur á Miklubraut við Fákafen.

Fólksbíll og jeppi höfðu þar skollið saman en talið er að bílstjóri annarrar bifreiðarinnar hafi misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór í gegnum vegrið og skall framan á hina bifreiðina.

Fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang en þegar þangað var komið höfðu allir fimm farþegarnir komist út úr bifreiðunum af sjálfsdáðum.

Þeir voru sendir á slysadeild til aðhlynningar er ómögulegt er að segja að svo stöddu hver meiðsl þeirra kunna að vera.

Búast má við einhverjum töfum á Miklubraut af þessum sökum en lögreglan hefur beint allri umferð í vesturátt inn í Mörk. Talið er að það muni standa yfir til klukkan 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×