Innlent

Útskrifuð af gjörgæsludeild eftir harðan árekstur á Miklubraut

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í gær.
Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/Anton
Kona á fertugsaldri var útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans í dag og færð á almenna deild. Hún var ein af fimm farþegum sem slösuðust eftir harðan árekstur jeppa og bíls  á Miklubraut við Fákafen í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er líðan konunnar eftir atvikum en barn sem var farþegi í öðrum bílnum var lagt inn á Barnaspítala hringsins. Aðrir farþegar fengu að fara heim eftir skoðun og aðhlynningu á slysadeild Landspítalans.

Slysið varð rétt fyrir klukkan fimm í gær og voru fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang. Allir fimm farþegarnir komust út úr bifreiðunum af sjálfsdáðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×