Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki vopnum sínum Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2015 13:52 Bjarni á Landsfundi. Hans býður nú það erfiða verkefni að peppa upp stemmningu á næsta Landsfundi sem haldinn verður um helgina. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð neinum af sínum fyrri vopnum eftir Hrunið. Flokkurinn galt afhroð 2009 með minna en 25% og tókst alls ekki að reisa sig að neinu marki í kosningunum 2013, þrátt fyrir rúmlega fjögurra ára stjórnarandstöðu og ríkisstjórn sem þá sló met í fylgistapi, að minnsta kosti setti S Evrópumet í því,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði.Ná ekki að hefja sig yfir 25 prósentNý MMR-könnun var birt í morgun og kemur þá á daginn að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið minna, það hrynur frá síðustu könnun, var þá 25 prósent en mælist nú 21,7 prósent. Í sögulegu samhengi er þetta grafalvarleg staða fyrir flokkinn.Grétar Þór prófessor segir þennan fyrrum valdaflokk hafa mátt þola það að mælast með fylgi sitt stöðugt undir 25 prósentum.„Eftir að hafa verið með kannanafylgi milli 24% og 28% frá síðustu kosningum fór heldur að fjara undan flokkum í lok árs 2014 um leið og Píratar byrjuðu að hafa sig til flugs. Fylgið hefur því verið nokkuð stöðugt undir 25% síðan og því er nýjasta könnun á fylginu nokkuð í samræmi við það. Þessi fyrrum valdaflokkur íslenskra stjórnmála (já og kannski ekki fyrrum enn) hefur því mátt þola mjög viðvarandi rýrnun á fylgi eftir hið örlagaríka ár 2008,“ segir Grétar Þór. Þetta, að festast í fylgi í kringum 20 prósentin, hlýtur að vera verulegt áhyggjuefni fyrir gegnheila Sjálfstæðismenn, því eins og Grétar Þór segir, er Sjálfstæðisflokkurinn valdaflokkur og hefur að verulegu leyti sótt fylgi sitt til einmitt þeirrar staðreyndar. Menn sem vilja styðja hinn stærsta kjósa Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega vegna þess að hann er stærstur.Bjarni í brúnni í ólgusjóSá sem er í brúnni hlýtur að bera ábyrgðina. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr flokknum þá er verulega óánægja með stjórnarsamstarfið; Framsóknarflokkurinn hefur teymt Sjálfstæðismenn til að samþykkja eitt og annað sem gengur algerlega í berhögg við það sem flokkurinn segist ganga út á og víst er að „Leiðréttingin“ hefur reynst flokknum afskaplega erfið. Bjarni þykir hafa staðið sig vel sem ráðherra og við það að hafa þó haldið stjórnarsamstarfinu saman, því það telja Sjálfstæðismenn mest um vert, að vera í stjórn. En á hinn bóginn er hann gagnrýndur fyrir að ná ekki að víkka flokkinn og þá horfa menn til Evrópumálanna; Bjarni hefur stutt Framsóknarflokkinn hvað varðar einarða Evrópuandstöðu og það mál er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins. Og snýr þá meðal annars að peningastefnu og krónunni.Löngum hefur það verið svo að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins hafa mátt gjalda fyrir ríkisstjórnarsamstarfið með fylgi en nú virðist því öfugt farið.Og þá er alveg víst að gamlir valdamenn innan flokksins munu reynast erfiðir gagnrýnendur, nú þegar þeir horfa á fylgi sem er helmingur þess sem þeir máttu venjast á velmektarárum sínum og flokksins.Sjálfstæðisflokkurinn þurft að kyngja ýmsu„Hvað varðar stöðu formannsins er ekki alveg gott að átta sig á því,“ segir Grétar Þór. Þá hvort hann gangi haltur til Landsfundar, nú um næstu helgi. „Eftir að hafa risið úr öskustó frá því fyrir kosningarnar 2013 hefur Bjarna tekist um margt að styrkja sig í sessi. Það var nauðsyn fyrir hann á sínum tíma að mynda stjórn og koma flokknum til valda. Það var lykilatriði. Margt þurfti þó og hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að svelgja í stjórnarsamstarfinu – ekki síst ýmsar lykilaðgerðir á snærum Framsóknarmanna sem ekki falla beint að stefnu flokksins. Því þarf ekki að koma á óvart að ýmis öfl innan flokksins séu orðin langeygð eftir því að flokkurinn og það sem hann stendur fyrir setji mark sitt á stjórnarsamstarfið, annað en mjög lítilvægar (en þó princippíellar) skattalækkanir hafi náðst í gegn.“Frá Landsfundi. Nú velta menn því fyrir sér hvort takist að rífa upp stemmninguna svo hún megi verða sem áður, þrátt fyrir lítið fylgi í skoðanakönnunum.Vísir/DaníelGrétar Þór segir því ekki að undra að nú í aðdraganda flokkþings séu margir farnir að ókyrrast; hvort flokkurinn ætli sér að setja mark sitt meira á þetta kjörtímabil en raun ber vitni. „Bjarni hefur þó lengst af komist vel frá forystuhlutverki sínu og á stundum sýnt af sér einkenni þess að vera „Statesman“, en að undaförnu hefur þó örlað á pirringi og titringi hjá honum vegna kjarasamningamála. Enda eru þau má mun erfiðari og flóknari fyrir stjórnarherrana en í fljótu bragi virðist.“ Tengdar fréttir Bjarni segir ekkert óeðlilegt við heimsókn Illuga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra ekki hafa farið út fyrir eðlileg mörk í heimsókn sinni til Kína. 19. október 2015 23:46 Stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum í peningamálum Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. 17. október 2015 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn hrapar og mælist með tæplega 22 prósenta fylgi Píratar halda sínu striki, eru stærstir og mælast með 34 prósenta fylgi. 21. október 2015 11:15 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð neinum af sínum fyrri vopnum eftir Hrunið. Flokkurinn galt afhroð 2009 með minna en 25% og tókst alls ekki að reisa sig að neinu marki í kosningunum 2013, þrátt fyrir rúmlega fjögurra ára stjórnarandstöðu og ríkisstjórn sem þá sló met í fylgistapi, að minnsta kosti setti S Evrópumet í því,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði.Ná ekki að hefja sig yfir 25 prósentNý MMR-könnun var birt í morgun og kemur þá á daginn að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið minna, það hrynur frá síðustu könnun, var þá 25 prósent en mælist nú 21,7 prósent. Í sögulegu samhengi er þetta grafalvarleg staða fyrir flokkinn.Grétar Þór prófessor segir þennan fyrrum valdaflokk hafa mátt þola það að mælast með fylgi sitt stöðugt undir 25 prósentum.„Eftir að hafa verið með kannanafylgi milli 24% og 28% frá síðustu kosningum fór heldur að fjara undan flokkum í lok árs 2014 um leið og Píratar byrjuðu að hafa sig til flugs. Fylgið hefur því verið nokkuð stöðugt undir 25% síðan og því er nýjasta könnun á fylginu nokkuð í samræmi við það. Þessi fyrrum valdaflokkur íslenskra stjórnmála (já og kannski ekki fyrrum enn) hefur því mátt þola mjög viðvarandi rýrnun á fylgi eftir hið örlagaríka ár 2008,“ segir Grétar Þór. Þetta, að festast í fylgi í kringum 20 prósentin, hlýtur að vera verulegt áhyggjuefni fyrir gegnheila Sjálfstæðismenn, því eins og Grétar Þór segir, er Sjálfstæðisflokkurinn valdaflokkur og hefur að verulegu leyti sótt fylgi sitt til einmitt þeirrar staðreyndar. Menn sem vilja styðja hinn stærsta kjósa Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega vegna þess að hann er stærstur.Bjarni í brúnni í ólgusjóSá sem er í brúnni hlýtur að bera ábyrgðina. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr flokknum þá er verulega óánægja með stjórnarsamstarfið; Framsóknarflokkurinn hefur teymt Sjálfstæðismenn til að samþykkja eitt og annað sem gengur algerlega í berhögg við það sem flokkurinn segist ganga út á og víst er að „Leiðréttingin“ hefur reynst flokknum afskaplega erfið. Bjarni þykir hafa staðið sig vel sem ráðherra og við það að hafa þó haldið stjórnarsamstarfinu saman, því það telja Sjálfstæðismenn mest um vert, að vera í stjórn. En á hinn bóginn er hann gagnrýndur fyrir að ná ekki að víkka flokkinn og þá horfa menn til Evrópumálanna; Bjarni hefur stutt Framsóknarflokkinn hvað varðar einarða Evrópuandstöðu og það mál er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins. Og snýr þá meðal annars að peningastefnu og krónunni.Löngum hefur það verið svo að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins hafa mátt gjalda fyrir ríkisstjórnarsamstarfið með fylgi en nú virðist því öfugt farið.Og þá er alveg víst að gamlir valdamenn innan flokksins munu reynast erfiðir gagnrýnendur, nú þegar þeir horfa á fylgi sem er helmingur þess sem þeir máttu venjast á velmektarárum sínum og flokksins.Sjálfstæðisflokkurinn þurft að kyngja ýmsu„Hvað varðar stöðu formannsins er ekki alveg gott að átta sig á því,“ segir Grétar Þór. Þá hvort hann gangi haltur til Landsfundar, nú um næstu helgi. „Eftir að hafa risið úr öskustó frá því fyrir kosningarnar 2013 hefur Bjarna tekist um margt að styrkja sig í sessi. Það var nauðsyn fyrir hann á sínum tíma að mynda stjórn og koma flokknum til valda. Það var lykilatriði. Margt þurfti þó og hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að svelgja í stjórnarsamstarfinu – ekki síst ýmsar lykilaðgerðir á snærum Framsóknarmanna sem ekki falla beint að stefnu flokksins. Því þarf ekki að koma á óvart að ýmis öfl innan flokksins séu orðin langeygð eftir því að flokkurinn og það sem hann stendur fyrir setji mark sitt á stjórnarsamstarfið, annað en mjög lítilvægar (en þó princippíellar) skattalækkanir hafi náðst í gegn.“Frá Landsfundi. Nú velta menn því fyrir sér hvort takist að rífa upp stemmninguna svo hún megi verða sem áður, þrátt fyrir lítið fylgi í skoðanakönnunum.Vísir/DaníelGrétar Þór segir því ekki að undra að nú í aðdraganda flokkþings séu margir farnir að ókyrrast; hvort flokkurinn ætli sér að setja mark sitt meira á þetta kjörtímabil en raun ber vitni. „Bjarni hefur þó lengst af komist vel frá forystuhlutverki sínu og á stundum sýnt af sér einkenni þess að vera „Statesman“, en að undaförnu hefur þó örlað á pirringi og titringi hjá honum vegna kjarasamningamála. Enda eru þau má mun erfiðari og flóknari fyrir stjórnarherrana en í fljótu bragi virðist.“
Tengdar fréttir Bjarni segir ekkert óeðlilegt við heimsókn Illuga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra ekki hafa farið út fyrir eðlileg mörk í heimsókn sinni til Kína. 19. október 2015 23:46 Stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum í peningamálum Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. 17. október 2015 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn hrapar og mælist með tæplega 22 prósenta fylgi Píratar halda sínu striki, eru stærstir og mælast með 34 prósenta fylgi. 21. október 2015 11:15 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Bjarni segir ekkert óeðlilegt við heimsókn Illuga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra ekki hafa farið út fyrir eðlileg mörk í heimsókn sinni til Kína. 19. október 2015 23:46
Stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum í peningamálum Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. 17. október 2015 19:00
Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28
Sjálfstæðisflokkurinn hrapar og mælist með tæplega 22 prósenta fylgi Píratar halda sínu striki, eru stærstir og mælast með 34 prósenta fylgi. 21. október 2015 11:15