Enski boltinn

Tottenham valtaði yfir Bournemouth

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Kane fagnar marki sínu.
Harry Kane fagnar marki sínu. vísir/getty
Tottenham valtaði yfir Bournemouth, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Matt Ritchie kom Bournemouth yfir eftir aðeins eina mínútu og útlitið bjart fyrir nýliðana.

Þá var aftur á móti komið að Tottenham og leikmenn Bournemouth stimpluðu sig einfaldlega út.

Harry Kane skoraði þrennu í leiknum og gæti verið kominn í gang. Moussa Dembele og Erik Lamela náðu einnig að skora.

Tottenham er í sjötta sæti deildarinnar með 17 stig en Bournemouth í því 17. með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×