Enski boltinn

Þriðja jafntefli Klopp í röð með Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jürgen Klopp var líflegur á hliðarlínunni.
Jürgen Klopp var líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty
Liverpool og Southampton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 

Eftir mjög bragðdaufan fyrri hálfleik var staðan 0-0. Liverpool var sterkari aðilinn í þeim síðari og náði liðið loks að brjóta ísinn á 77. mínútu þegar Christian Benteke skallaði boltann í netið. 

Gestirnir neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin rétt fyrir leikslok þegar Sadio Mane skoraði. 

Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Jürgen hefur ekki enn náð að stýra liði Liverpool til sigurs. Liverpool er í níunda sæti deildarinnar með 14 stig en Southampton í því áttunda, einnig með 14 stig. 

Christian Benteke kemur Liverpool yfir


Mane jafnar fyrir Southampton





Fleiri fréttir

Sjá meira


×