Dularfull ljós yfir Garðabæ líklega ljóskastarar í Smáralind Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2015 14:41 Rúna í Smáralind. Ljóskeilurnar mynduðu sjö ljósdepla á himnum og var talið að þar væru Óríónítar yfir Garðabæ. mynd/Davíð Snær Jónsson „Já, okkur þótti þetta skemmtilegt þegar við sáum fréttirnar í morgun,“ segir Guðrún Margrét Örnólfsdóttir markaðsstjóri Smáralindar í samtali við Vísi. Hún er að vísa til þessarar fréttar hér, sem finna má á mbl.is frá í morgun þar sem talað er um Óríoníta fyrir ofan Garðabæ. Í fréttinni segir: „Samkvæmt ábendingu sem mbl.is barst mátti sjá 6-8 ljósblá ljós yfir Garðabæ í um þrjá tíma í gærkvöldi.“ Þetta hefur verið talið til þess að loftsteinadrífan Óríonítar eru í hámarki nú um mundir og þá er ekki hægt að skjóta loku fyrir að hugsanlega hafi þarna verið flugandi furðuhlutir á ferð; 6 – 8 ljósblá ljós í þrjá tíma? En, því miður eru skýringarnar á ljósunum ekki eins spennandi og þær. Þannig var að í gærkvöldi var efnt til mikillar ljósasýningar í Smáralind, og stóð hún einmitt yfir í þrjá tíma, sjö ljóskastarar beindu ljósbláum geislum sínum til himins. „Já, mér finnst það líklegt. Tímaramminn passar. En, við fengum strákana í Hljóðx til að hjálpa okkur að búa til skemmtilega stemmningu í húsinu vegna miðnæturopnunar, þar sem þemað var vetrarríki í Smáralind. Og þeir bjuggu til ljóskeilur sem við beindum út um loftglugga í austurenda Smáralindar. Þeir mynduðu skemmtileg ljós á himnum. Frábært ef við höfum náð að skemmta fólki út fyrir húsið,“ segir Guðrún Margrét, og má heyra að henni er skemmt. Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Sjá meira
„Já, okkur þótti þetta skemmtilegt þegar við sáum fréttirnar í morgun,“ segir Guðrún Margrét Örnólfsdóttir markaðsstjóri Smáralindar í samtali við Vísi. Hún er að vísa til þessarar fréttar hér, sem finna má á mbl.is frá í morgun þar sem talað er um Óríoníta fyrir ofan Garðabæ. Í fréttinni segir: „Samkvæmt ábendingu sem mbl.is barst mátti sjá 6-8 ljósblá ljós yfir Garðabæ í um þrjá tíma í gærkvöldi.“ Þetta hefur verið talið til þess að loftsteinadrífan Óríonítar eru í hámarki nú um mundir og þá er ekki hægt að skjóta loku fyrir að hugsanlega hafi þarna verið flugandi furðuhlutir á ferð; 6 – 8 ljósblá ljós í þrjá tíma? En, því miður eru skýringarnar á ljósunum ekki eins spennandi og þær. Þannig var að í gærkvöldi var efnt til mikillar ljósasýningar í Smáralind, og stóð hún einmitt yfir í þrjá tíma, sjö ljóskastarar beindu ljósbláum geislum sínum til himins. „Já, mér finnst það líklegt. Tímaramminn passar. En, við fengum strákana í Hljóðx til að hjálpa okkur að búa til skemmtilega stemmningu í húsinu vegna miðnæturopnunar, þar sem þemað var vetrarríki í Smáralind. Og þeir bjuggu til ljóskeilur sem við beindum út um loftglugga í austurenda Smáralindar. Þeir mynduðu skemmtileg ljós á himnum. Frábært ef við höfum náð að skemmta fólki út fyrir húsið,“ segir Guðrún Margrét, og má heyra að henni er skemmt.
Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Sjá meira