Enski boltinn

United mun gera allt til að klófesta Mane

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mane á ferðinni með Southampton.
Mane á ferðinni með Southampton. vísir/getty
Forráðamenn Manchester United eru tilbúnir að greiða fimmtíu milljónir punda fyrir Sadio Mane, leikmann Southampton en þetta kemur fram í breskum miðlum í dag.

Þar segir einnig að Southampton hafi neitað tuttugu milljóna punda tilboði í leikmanninn frá United í sumar.

Þessi senegalski landsliðsmaður hefur leikið gríðarlega vel fyrir liðið og þykir mjög eftirsóttur. Það er því spurning hvort Rauðu djöflarnir nái í leikmanninn strax í janúar. 

Manchester United mætir Man. City í stórleik helgarinnar á morgun. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.