Mikill árangur í samstarfi við bændur Sveinn Arnarsson skrifar 10. október 2015 08:00 Tæplega 20 þúsund tonnum af áburði hefur verið dreift á eignarlönd bænda í gegnum verkefnið og tugir þúsunda hektara hafa breyst úr ógrónum melum í gróið land. vísir/rósa Landgræðsla ríkisins og bændur hafa á síðustu árum grætt upp tugi þúsunda hektara lands í eigu bænda í gegnum samvinnuverkefni sem kallast „Bændur græða landið“. Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 1990 og hefur 18.500 tonnum af áburði verið dreift á eignarlönd bænda auk 188 tonna af grasfræjum. Formaður Bændasamtakanna segir það skipta miklu máli að halda þessu samstarfi áfram.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Vísir/GVA„Tilhögun verkefnisins er sú að Landgræðslan greiðir um 85 prósent af verði áburðarins og lætur af hendi landgræðslufræ bændum að kostnaðarlausu,“ segir Sunna Áskelsdóttir, sem annast verkefnið fyrir hönd Landgræðslunnar. „Bændur greiða það sem upp á vantar og sjá um að dreifa áburði og sá. Á þennan hátt hefur mikið af landi verið grætt upp og landeyðing verið stöðvuð. Ásýnd lands hefur batnað og búsetuskilyrði fyrir bændur batnað þar sem heilmikið hefur bæst við beitiland.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir verkefnið vera gífurlega mikilvægt fyrir landgræðslu í víðum skilningi og verkefnið sem slíkt hafi gengið mjög vel. Samvinna Landgræðslunnar og bænda hafi verið mjög góð og heillavænleg síðasta aldarfjórðunginn. „Heilt yfir hefur þetta verkefni gengið mjög vel og bændur almennt eru ánægðir og jákvæðir í garð þessa verkefnis. Þetta sýnir að bændur sem vörslumenn landsins sýna ábyrgð í landnýtingu sinni. Það sést best á umfangi verkefnisins. Bændur eru langveigamestu aðilarnir í landgræðslu á Íslandi,“ segir Sindri. Skilyrði fyrir þátttöku eru þau að land sé lítið gróið eða ógróið og beitarálag hóflegt. Landgræðslan leiðbeinir með uppgræðsluaðferðir.Sunna Áskelsdóttir, sérfræðingur hjá LandgræðslunniSunna segir bæði bændur og landgræðsluna hafa öðlast þekkingu með samstarfinu. „Skilningur bænda á landnotkun og landgræðslu hefur aukist en ekki síður hefur bæst verulega í þekkingarbrunn Landgræðslunnar,“ segir Sunna. Oft hefur verið í umræðunni að bændur beiti fé á illa farið land. Sindri segir þá tíma liðna. „Þegar menn slá þessu fram eru það þrjátíu ára fréttir. Bændur vilja vera með sjálfbæra landnýtingu og þá er mikilvægt að hlúa að því landi sem þarfnast uppgræðslu. Þetta var ekkert endilega í lagi hér áður en hugsun bænda er algjörlega breytt og samkvæmt rannsókn er land í framför á Íslandi. Bændur eru meðvitaðir um þetta og þátttaka þeirra í verkefninu sýnir að þeir leggja mikið upp úr því að sýna ábyrgð,“ segir Sindri Sigurgeirsson.Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur tekið þátt í landgræðsluverkefninu í tíu ár. Hún segir greinilegan mun á landinu. „Við erum með um eitt hundrað hektara í verkefninu og árangurinn er ágætur,“ segir hún. „Einnig höfum við girt aðra þrjátíu hektara utan við verkefnið þar sem markmiðið er að búa til ágætis beitarhólf þar sem áður var snauður melur.“ Oddný segir verkefnið hafa skilað gríðarmiklum árangri á mörgum stöðum. „Ég held að samvinnan hafi skilað sér í auknum áhuga bænda á landgræðslu sem og að við sjáum árangur víða. Bæði hefur þekking bænda aukist sem og að sú þekking sem fyrir er á landinu nýtist í starfið.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Landgræðsla ríkisins og bændur hafa á síðustu árum grætt upp tugi þúsunda hektara lands í eigu bænda í gegnum samvinnuverkefni sem kallast „Bændur græða landið“. Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 1990 og hefur 18.500 tonnum af áburði verið dreift á eignarlönd bænda auk 188 tonna af grasfræjum. Formaður Bændasamtakanna segir það skipta miklu máli að halda þessu samstarfi áfram.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Vísir/GVA„Tilhögun verkefnisins er sú að Landgræðslan greiðir um 85 prósent af verði áburðarins og lætur af hendi landgræðslufræ bændum að kostnaðarlausu,“ segir Sunna Áskelsdóttir, sem annast verkefnið fyrir hönd Landgræðslunnar. „Bændur greiða það sem upp á vantar og sjá um að dreifa áburði og sá. Á þennan hátt hefur mikið af landi verið grætt upp og landeyðing verið stöðvuð. Ásýnd lands hefur batnað og búsetuskilyrði fyrir bændur batnað þar sem heilmikið hefur bæst við beitiland.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir verkefnið vera gífurlega mikilvægt fyrir landgræðslu í víðum skilningi og verkefnið sem slíkt hafi gengið mjög vel. Samvinna Landgræðslunnar og bænda hafi verið mjög góð og heillavænleg síðasta aldarfjórðunginn. „Heilt yfir hefur þetta verkefni gengið mjög vel og bændur almennt eru ánægðir og jákvæðir í garð þessa verkefnis. Þetta sýnir að bændur sem vörslumenn landsins sýna ábyrgð í landnýtingu sinni. Það sést best á umfangi verkefnisins. Bændur eru langveigamestu aðilarnir í landgræðslu á Íslandi,“ segir Sindri. Skilyrði fyrir þátttöku eru þau að land sé lítið gróið eða ógróið og beitarálag hóflegt. Landgræðslan leiðbeinir með uppgræðsluaðferðir.Sunna Áskelsdóttir, sérfræðingur hjá LandgræðslunniSunna segir bæði bændur og landgræðsluna hafa öðlast þekkingu með samstarfinu. „Skilningur bænda á landnotkun og landgræðslu hefur aukist en ekki síður hefur bæst verulega í þekkingarbrunn Landgræðslunnar,“ segir Sunna. Oft hefur verið í umræðunni að bændur beiti fé á illa farið land. Sindri segir þá tíma liðna. „Þegar menn slá þessu fram eru það þrjátíu ára fréttir. Bændur vilja vera með sjálfbæra landnýtingu og þá er mikilvægt að hlúa að því landi sem þarfnast uppgræðslu. Þetta var ekkert endilega í lagi hér áður en hugsun bænda er algjörlega breytt og samkvæmt rannsókn er land í framför á Íslandi. Bændur eru meðvitaðir um þetta og þátttaka þeirra í verkefninu sýnir að þeir leggja mikið upp úr því að sýna ábyrgð,“ segir Sindri Sigurgeirsson.Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur tekið þátt í landgræðsluverkefninu í tíu ár. Hún segir greinilegan mun á landinu. „Við erum með um eitt hundrað hektara í verkefninu og árangurinn er ágætur,“ segir hún. „Einnig höfum við girt aðra þrjátíu hektara utan við verkefnið þar sem markmiðið er að búa til ágætis beitarhólf þar sem áður var snauður melur.“ Oddný segir verkefnið hafa skilað gríðarmiklum árangri á mörgum stöðum. „Ég held að samvinnan hafi skilað sér í auknum áhuga bænda á landgræðslu sem og að við sjáum árangur víða. Bæði hefur þekking bænda aukist sem og að sú þekking sem fyrir er á landinu nýtist í starfið.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira