Færri störf þótt stefnan sé að fjölga störfum 10. október 2015 07:00 Mest fækkun stöðugilda hins opinbera á svæðinu síðustu tvö ár hefur verið í Borgarbyggð. Mestu munar á sviði menntamála. Fréttablaðið/Vilhelm Stjórnsýsla Opinberum störfum á Vesturlandi hefur fækkað um nærri 23 stöðugildi á síðustu tveimur árum þrátt fyrir þá stefnu stjórnvalda að fjölga störfum í landsbyggðunum. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki hafa gengið nógu vel að flytja verkefni út á land og margar stofnanir vítt og breitt um landið geti auðveldlega tekið við fleiri verkefnum og aukið við sig mannskap. Vífill Karlsson, forstöðumaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, hefur tekið saman hagvísi fyrir Vesturland. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir fjölgun opinberra stofnana á Vesturlandi hefur störfum þar fækkað á einungis tveimur árum. Störfum fækkaði mest á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis eða um rúmlega 46 stöðugildi sem helst verður rakið til þriggja framhaldsskóla og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. „Okkur hefur ekki gengið nægilega vel að flytja verkefni út á land. Að mínu mati ættum við að setja okkur skýr markmið um að 5-10 prósent starfa hins opinbera verði skilgreind án staðsetningar. Þar er hægt að nýta starfsmannaveltu til að fjölga störfum án staðsetningar,“ segir Haraldur. „Við erum ekki aðeins að sjá þetta á Vesturlandi heldur vítt og breitt um landið. Ég geri mér hins vegar miklar vonir um að við náum að fjölga störfum, jafnt opinberum sem og í einkageiranum á næstu árum og munum vinna að því verkefni. Við eigum að búa til sem fjölbreyttust störf alls staðar á landinu.“ Einnig kemur fram í hagvísi Vífils Karlssonar að af þeim 10 krónum sem ríkissjóður fær í tekjur af Vesturlandi fara aðeins sjö krónur til baka á svæðið. Því sé að mati Vífils ákveðin slagsíða í „ríkisfjárjöfnuði“ svæðisins eins og hann orðar það. „Þetta er grafalvarlegt ástand og óviðunandi að þetta sé að gerast þegar menn halda stöðugt áfram að tala um fjölgun starfa á landsbyggðinni,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG. „Síðan gerist þetta hægt og hljótt á bak við tjöldin. Við þurfum að taka þetta alvarlega og stjórnarmeirihlutinn verður að skoða tillögur sínar við fjárlagagerð með þessar staðreyndir til hliðsjónar.“ sveinn@frettabladid.is vísir/vilhelm Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Stjórnsýsla Opinberum störfum á Vesturlandi hefur fækkað um nærri 23 stöðugildi á síðustu tveimur árum þrátt fyrir þá stefnu stjórnvalda að fjölga störfum í landsbyggðunum. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki hafa gengið nógu vel að flytja verkefni út á land og margar stofnanir vítt og breitt um landið geti auðveldlega tekið við fleiri verkefnum og aukið við sig mannskap. Vífill Karlsson, forstöðumaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, hefur tekið saman hagvísi fyrir Vesturland. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir fjölgun opinberra stofnana á Vesturlandi hefur störfum þar fækkað á einungis tveimur árum. Störfum fækkaði mest á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis eða um rúmlega 46 stöðugildi sem helst verður rakið til þriggja framhaldsskóla og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. „Okkur hefur ekki gengið nægilega vel að flytja verkefni út á land. Að mínu mati ættum við að setja okkur skýr markmið um að 5-10 prósent starfa hins opinbera verði skilgreind án staðsetningar. Þar er hægt að nýta starfsmannaveltu til að fjölga störfum án staðsetningar,“ segir Haraldur. „Við erum ekki aðeins að sjá þetta á Vesturlandi heldur vítt og breitt um landið. Ég geri mér hins vegar miklar vonir um að við náum að fjölga störfum, jafnt opinberum sem og í einkageiranum á næstu árum og munum vinna að því verkefni. Við eigum að búa til sem fjölbreyttust störf alls staðar á landinu.“ Einnig kemur fram í hagvísi Vífils Karlssonar að af þeim 10 krónum sem ríkissjóður fær í tekjur af Vesturlandi fara aðeins sjö krónur til baka á svæðið. Því sé að mati Vífils ákveðin slagsíða í „ríkisfjárjöfnuði“ svæðisins eins og hann orðar það. „Þetta er grafalvarlegt ástand og óviðunandi að þetta sé að gerast þegar menn halda stöðugt áfram að tala um fjölgun starfa á landsbyggðinni,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG. „Síðan gerist þetta hægt og hljótt á bak við tjöldin. Við þurfum að taka þetta alvarlega og stjórnarmeirihlutinn verður að skoða tillögur sínar við fjárlagagerð með þessar staðreyndir til hliðsjónar.“ sveinn@frettabladid.is vísir/vilhelm
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira