Innlent

Vill skipulag á haf- og strandsvæðum

Svavar Hávarðsson skrifar
Fiskeldisfyrirtæki getur fengið leyfi í firði sem sveitarfélag hefur ráðgert að nýta til ferðaþjónustu.
Fiskeldisfyrirtæki getur fengið leyfi í firði sem sveitarfélag hefur ráðgert að nýta til ferðaþjónustu. Mynd/Jón
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ætlar á yfirstandandi þingi að leggja fram frumvarp um stefnumótun og gerð skipulags á haf- og strandsvæðum við Ísland.

Ástæðan er sú að eftirspurn eftir fjölbreyttri nýtingu þessara svæða fer stöðugt vaxandi.

Þetta kom fram í setningarræðu Sigrúnar á Umhverfisþingi á föstudag, en hún sagði að hingað til hefði skort á heildstæða sýn yfir starfsemi á haf- og strandsvæðum við landið.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gerði skipulag á haf- og strandsvæðum einnig að umtalsefni í sínu erindi.

„Það er skrítið að hafa skipulag fyrir landið, þar sem sveitarfélögin þurfa að gera aðalskipulag fyrir gríðarstór landsvæði, en þú mátt ekki fara lengra en 115 metra frá stórstraumsfjöruborði. Eftir það er fjörðurinn, víkin eða flóinn einfaldlega ekki á vegum sveitarfélagsins. Sveitarfélag getur ákveðið að fjörður skuli vera frátekinn fyrir ferðaþjónustu, og þar skuli ekki vera iðnaður eða önnur starfsemi, en þá eru önnur batterí sem geta ákveðið að inni á firðinum skuli vera fiskeldiskvíar – sem eru góðar til síns brúks og mikilvægar í uppbyggingu í fiskeldi. En það er skrítið að það skuli ekki vera samhengi í þessum málum,“ sagði Halldór og vísaði til þess að Samband sveitarfélaga hefði farið þess á leit við ráðherra umhverfismála að ríki og sveitarfélög vinni að málinu í sameiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×