Obama ekki fyrstur til að angra Íslendinga með tali um Leif heppna Bjarki Ármannsson skrifar 12. október 2015 20:34 Obama og Ford hafa báðir sært Íslendinga (a.m.k. suma) með tali sínu um Leif. Vísir Ummæli Barack Obama Bandaríkjaforseta á degi Leifs Eiríkssonar í síðustu viku vöktu nokkra athygli hér á landi en hann nýtti tækifærið til að ræða sameiginlega sögu Noregs og Bandaríkjanna. Ennfremur sagði Obama að landafundur Leifs Eiríkssonar marki upphaf vináttu Noregs og Bandaríkjanna. Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina viljað eigna okkur landkönnuðinn en samtímalegar heimildir um hann skilgreina hann ekki nákvæmlega sem Íslending, Grænlending eða Norðmann. Þess ber þó að geta að Obama talaði um Leif sem son Íslands en barnabarn Noregs. Obama er ekki fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem særir þjóðerniskennd Íslendinga með óvarlegu orðalagi um Leif heppna en það tókst Gerald Ford einnig. Gerald Ford safnið í Michigan deilir á Facebook-síðu sinni í dag frásögn af því þegar Haraldur Kröyer, þáverandi sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, kvartaði við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna yfir því að landkönnuðurinn var sagður norskur í yfirlýsingu forsetans á degi Leifs Eiríkssonar árið 1975.Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna á áttunda áratugnum.Vísir/AFPRíkisstjórnir Íslands og Noregs höfðu þá komið sér saman um það að alþjóðasamfélaginu bæri að tala um Leif sem norrænan mann (e. Norse). Við yfirlestur í Hvíta húsinu var orðinu „norse“ þó breytt í „norwegian,“ sem reitti Íslendinga til reiði. Í erindi til Hvíta hússins vegna málsins fullyrðir Haraldur að hver einn og einasti Íslendingur sé stoltur af Leifi Eiríkssyni og afrekum hans. Haraldur vísar einnig til þess í erindi sínu að svipað ósætti hafi komið upp þegar 9. október var fyrst gerður að degi Leif Eiríkssonar í Bandaríkjunum árið 1964. Morgunblaðið greindi frá því á sínum tíma að Noregur hefði þá gripið tækifærið til að helga sér málið og sent Leif Eriksen, sextán ára norskan dreng, með víkingaöxi með gjöf til Bandaríkjastjórnar. Í fréttatilkynningu frá Bandaríkjunum um gjöfina hafi þá sagt að hin upprunalegi Leifur Eiríksson hafi fæðst í Noregi. Þetta vakti sömuleiðis gremju hjá Íslendingum, enda benda heimildir til þess að Leifur hafi fæðst hér á Íslandi. Svo virðist sem athugasemdir Haralds hafi náð eyrum Bandaríkjaforseta, enda var aftur talað um víkinginn sem norrænan mann þann 9. október ári síðar.Memo Monday, Subject: Icelandic Protest Regarding Leif Erikson Day ProclamationIn September 1975 President Ford issued...Posted by Gerald R. Ford Presidential Library on 12. október 2015 Tengdar fréttir Obama telur landafundi Leifs heppna marka upphaf vináttu BNA og Noregs Þetta kom fram í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar. 8. október 2015 22:33 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Ummæli Barack Obama Bandaríkjaforseta á degi Leifs Eiríkssonar í síðustu viku vöktu nokkra athygli hér á landi en hann nýtti tækifærið til að ræða sameiginlega sögu Noregs og Bandaríkjanna. Ennfremur sagði Obama að landafundur Leifs Eiríkssonar marki upphaf vináttu Noregs og Bandaríkjanna. Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina viljað eigna okkur landkönnuðinn en samtímalegar heimildir um hann skilgreina hann ekki nákvæmlega sem Íslending, Grænlending eða Norðmann. Þess ber þó að geta að Obama talaði um Leif sem son Íslands en barnabarn Noregs. Obama er ekki fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem særir þjóðerniskennd Íslendinga með óvarlegu orðalagi um Leif heppna en það tókst Gerald Ford einnig. Gerald Ford safnið í Michigan deilir á Facebook-síðu sinni í dag frásögn af því þegar Haraldur Kröyer, þáverandi sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, kvartaði við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna yfir því að landkönnuðurinn var sagður norskur í yfirlýsingu forsetans á degi Leifs Eiríkssonar árið 1975.Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna á áttunda áratugnum.Vísir/AFPRíkisstjórnir Íslands og Noregs höfðu þá komið sér saman um það að alþjóðasamfélaginu bæri að tala um Leif sem norrænan mann (e. Norse). Við yfirlestur í Hvíta húsinu var orðinu „norse“ þó breytt í „norwegian,“ sem reitti Íslendinga til reiði. Í erindi til Hvíta hússins vegna málsins fullyrðir Haraldur að hver einn og einasti Íslendingur sé stoltur af Leifi Eiríkssyni og afrekum hans. Haraldur vísar einnig til þess í erindi sínu að svipað ósætti hafi komið upp þegar 9. október var fyrst gerður að degi Leif Eiríkssonar í Bandaríkjunum árið 1964. Morgunblaðið greindi frá því á sínum tíma að Noregur hefði þá gripið tækifærið til að helga sér málið og sent Leif Eriksen, sextán ára norskan dreng, með víkingaöxi með gjöf til Bandaríkjastjórnar. Í fréttatilkynningu frá Bandaríkjunum um gjöfina hafi þá sagt að hin upprunalegi Leifur Eiríksson hafi fæðst í Noregi. Þetta vakti sömuleiðis gremju hjá Íslendingum, enda benda heimildir til þess að Leifur hafi fæðst hér á Íslandi. Svo virðist sem athugasemdir Haralds hafi náð eyrum Bandaríkjaforseta, enda var aftur talað um víkinginn sem norrænan mann þann 9. október ári síðar.Memo Monday, Subject: Icelandic Protest Regarding Leif Erikson Day ProclamationIn September 1975 President Ford issued...Posted by Gerald R. Ford Presidential Library on 12. október 2015
Tengdar fréttir Obama telur landafundi Leifs heppna marka upphaf vináttu BNA og Noregs Þetta kom fram í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar. 8. október 2015 22:33 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Obama telur landafundi Leifs heppna marka upphaf vináttu BNA og Noregs Þetta kom fram í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar. 8. október 2015 22:33