Innlent

Sjómenn kræktu í baðkar á miðunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Línan slitnaði  og baðkarið sneri aftur í hyldýpið.
Línan slitnaði og baðkarið sneri aftur í hyldýpið. Haraldur Ólafsson
Lengi tekur sjórinn við heyrist oft á tíðum og sjómenn sem staddir voru á línuveiðum rétt fyrir utan Grenivík í Eyjafirði geta staðfest það.

„Við kræktum í þetta fína baðkar,“ segir Haraldur Ólafsson sjómaður. „Við náðum reyndar ekki að hífa það upp. Það sleit línunna og sökk aftur í hyldýpið. Við hefðum þó aldrei náð því um borð því báturinn er svo lítill.“

Haraldur segir það algengt að óvæntir aðskotahlutir fylgi með þegar línan sé dregin upp. Oft komi dekk, stígvél og peysur upp úr sjónum svo dæmi séu tekin. Baðið er þó ekki það skrýtnasta sem Haraldur hefur veitt upp úr sjónum á sínum sjómannsferli.

„Nei, það hlýtur að vera bónvél, svona til þess að bóna gólf. Hún kom upp í heilu lagi. Það var ansi sérstakt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×