Berlínarmúrinn áminning fyrir Reykvíkinga Una Sighvatsdóttir skrifar 3. október 2015 19:30 Broti úr Berlínarmúrnum var stillt upp við Höfða í dag þar sem margir telja að lok kalda stríðsins hafi átt upptök sín. 25 ár eru í dag frá sameiningu Þýskalands. Sá hluti múrsins sem gefinn var Reykjavík stóð áður á Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989 og Austur-Berlínarbúar streymdu í gegn til móts við frelsið. Þar er því eitt af áhrifaríkustu augnablikum mannkynssögunnar greypt í stein og táknrænt að hann standi við Höfða þar sem leiðtogafundurinn fór fram þremur árum áður. Viðstaddir í dag voru einmitt sendiherrar Bandaríkjanna og Rússlands sem heilsuðust kumpánalega af þessu tilefni. Múrbrotið er hinsvegar er ekki aðeins sögulega táknrænt, heldur einnig áminning um þær áskoranir sem Evrópa stendur frammi fyrir í dag að sögn Tim Renner, ráðuneytisstjóra menningar í Berlín. „Um leið og við lítum þetta múrbrot vitum vð líka að það er verið að reisa aðra múra í dag," sagði Brenner í samtali við fréttastofu. „Því er tvennt sem við ættum að minnast þegar við göngum framhjá múrnum. Annars ættum við að fagna því að hann sé fallinn í Evrópu. En um leið ættum við líka virkilega að gæta þess að annað eins endurtaki sig aldrei. Við verðum að taka á móti flóttafólkinu okkar í dag, með sama hætti og við tókum á móti bræðrum okkar og systrum frá Austur-Þýskalandi." Renner áréttaði sömuleiðis að múrbrotið, sem myndskreyttur er af götulistamanninum Jakob Wagner, sé til merkis um þær jákvæðu umbreytingar sem orðið hafi eftir að Berlín opnaðist. „Berlín var þjáð borg, klofin borg. En líttu á Berlín í dag. Nú er Berlín iðandi af lífi, alþjóðleg borg full af fólki alls staðar að. Þetta er borg fjölbreytileika, lista og menningar." Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók í sama streng og sagði múrbrotið litríka vera góða áminningu fyrir Reykvíkinga. „Það var hluti af því, þegar múrinn féll, að fólk í Ungverjalandi fór og klippti niður gaddavírinn sem skildi að landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Þessa dagana er verið að setja þennan gaddavír upp aftur, en núna til að halda flóttamönnum undan," sagði Dagur. „Við auðvitað upplifum okkur oft í fjarlægð frá atburðum heimsins og þeim flóttamannavanda sem Evrópa er að glíma við þessa stundina, en við erum það ekki. Og það að flytja hluta úr Berlínarmúrnum hingað yfir á örfáum dögum á bara að vera okkur til áminningar um þetta samhengi." Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Broti úr Berlínarmúrnum var stillt upp við Höfða í dag þar sem margir telja að lok kalda stríðsins hafi átt upptök sín. 25 ár eru í dag frá sameiningu Þýskalands. Sá hluti múrsins sem gefinn var Reykjavík stóð áður á Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989 og Austur-Berlínarbúar streymdu í gegn til móts við frelsið. Þar er því eitt af áhrifaríkustu augnablikum mannkynssögunnar greypt í stein og táknrænt að hann standi við Höfða þar sem leiðtogafundurinn fór fram þremur árum áður. Viðstaddir í dag voru einmitt sendiherrar Bandaríkjanna og Rússlands sem heilsuðust kumpánalega af þessu tilefni. Múrbrotið er hinsvegar er ekki aðeins sögulega táknrænt, heldur einnig áminning um þær áskoranir sem Evrópa stendur frammi fyrir í dag að sögn Tim Renner, ráðuneytisstjóra menningar í Berlín. „Um leið og við lítum þetta múrbrot vitum vð líka að það er verið að reisa aðra múra í dag," sagði Brenner í samtali við fréttastofu. „Því er tvennt sem við ættum að minnast þegar við göngum framhjá múrnum. Annars ættum við að fagna því að hann sé fallinn í Evrópu. En um leið ættum við líka virkilega að gæta þess að annað eins endurtaki sig aldrei. Við verðum að taka á móti flóttafólkinu okkar í dag, með sama hætti og við tókum á móti bræðrum okkar og systrum frá Austur-Þýskalandi." Renner áréttaði sömuleiðis að múrbrotið, sem myndskreyttur er af götulistamanninum Jakob Wagner, sé til merkis um þær jákvæðu umbreytingar sem orðið hafi eftir að Berlín opnaðist. „Berlín var þjáð borg, klofin borg. En líttu á Berlín í dag. Nú er Berlín iðandi af lífi, alþjóðleg borg full af fólki alls staðar að. Þetta er borg fjölbreytileika, lista og menningar." Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók í sama streng og sagði múrbrotið litríka vera góða áminningu fyrir Reykvíkinga. „Það var hluti af því, þegar múrinn féll, að fólk í Ungverjalandi fór og klippti niður gaddavírinn sem skildi að landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Þessa dagana er verið að setja þennan gaddavír upp aftur, en núna til að halda flóttamönnum undan," sagði Dagur. „Við auðvitað upplifum okkur oft í fjarlægð frá atburðum heimsins og þeim flóttamannavanda sem Evrópa er að glíma við þessa stundina, en við erum það ekki. Og það að flytja hluta úr Berlínarmúrnum hingað yfir á örfáum dögum á bara að vera okkur til áminningar um þetta samhengi."
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira