Innleiðing EES-tilskipana: Ísland stendur sig enn verst allra Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2015 11:11 Íslandi hefur tekist að minnka innleiðingarhallann úr 2,8 prósent í nóvember í fyrra í 2,1 prósent í apríl síðastliðinn, en er enn sú versta á Evrópska efnahagssvæðinu öllu. Vísir/GVA Ísland hefur bætt innleiðingar gerða í EES-samningnum milli mælinga á enn langt í land. Þetta kemur fram í nýju frammistöðumati EES sem Eftirlitsstofnun EFTA birti í dag. Íslandi hefur tekist að minnka innleiðingarhallann úr 2,8 prósent í nóvember í fyrra í 2,1 prósent í apríl síðastliðinn, en er enn sú versta á Evrópska efnahagssvæðinu öllu.Enn langt í landHelga Jónsdóttir stjórnarmaður í ESA, segir að þrátt fyrir að frammistaða Íslands hafi batnað milli mælinga sé enn langt í land. „Innleiðing sameiginlegra reglna á réttum tíma er forsenda þess að innri markaðurinn virki vel og áframhaldandi trausts annarra aðila EES-samningsins. Frammistaða Noregs sýnir glöggt að með góðri stefnumörkun og eftirfylgni er hægt að minnka innleiðingarhalla verulega á skömmum tíma. Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að gera enn betur og tryggja að Ísland verði ekki eftirbátur hinna EFTA-ríkjanna.“Noregur aldrei staðið sig beturÍ frétt á vef ESA segir að Noregur hafi aldrei staðið betur að innleiðingu tilskipana frá upphafi mælinga þar em einungis ein tilskipun hafi ekki verið innleidd. „Ísland hefur einnig bætt sig en þarf að gera betur. Frammistaða Liechtenstein er einnig betri en raunin var síðast.“ Frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, í Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Þessi mæling tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins,“ segir í fréttinni. Meðalinnleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja mælist nú 1.1% en hann er 0.7% að meðaltali í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB).Raunhæft að Ísland bæti stöðu sína enn frekarÍ tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að unnið hafi verið á grundvelli Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar frá 2014 að því að bæta framkvæmd EES-samningsins hér á landi. „Frammistöðumat ESA nú talar sínu máli en það er árangur þeirra aðgerða stjórnvalda sem lagt var til í Evrópustefnunni. Á meðal aðgerða má nefna að málefni EES-samningsins – innleiðingarmál þar með talin - eru nú reglulega rædd í ríkisstjórn. Upplýsingagjöf til ráðuneyta hefur verið efld og fræðslustarf aukið. Komið var á fót sérstökum stýrihópi undir stjórn forsætisráðuneytisins sem unnið hefur að því að því að skilgreina flöskuhálsa og bæta ferla við vinnslu EES mála í íslenskri stjórnsýslu. Áfram er unnið að því að ná því markmiði stjórnvalda að innleiðingarhallinn fari niður fyrir 1%. ESA mun framkvæmda nýtt frammistöðumat í lok þessa mánaðar og er raunhæft að Ísland geti þá bætt stöðu sína enn frekar,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Vill fjölga sérfræðingum í Brussel til að hafa áhrif á tilskipanir Utanríkisráðherra vill fjölga íslenskum sérfræðingum ráðuneytanna í Brussel til að hafa áhrif á mótun tilskipana sem eru teknar upp í EES-samninginn. Ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum aðgerðum Evrópustefnu sinnar þótt markmið hennar hafi ekki náðst. 9. apríl 2015 19:00 Gefur lítið fyrir gagnrýni á Evrópustefnu Utanríkisráðherra segir taka lengri tíma en til hafi staðið að draga úr innleiðingarhalla EES-tilskipana. 30. júlí 2015 07:00 Árni Páll segir stjórnvöld ekki standa við eigin Evrópustefnu Formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að standa ekki við eigin Evrópustefnu. Dómsmál séu fleiri og innleiðingarhalli meiri en staðið hafi til. Þingmaður Framsóknarflokksins segir önnur mikilvægari mál vera innanlands. 29. júlí 2015 07:00 Íslendingar enn lélegastir að innleiða EES-tilskipanir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. 14. apríl 2015 09:55 ESA kærir ríkið vegna vanefnda á innleiðingu EES tilskipunar Íslensk stjórnvöld standa sig illa við að innleiða EES reglur. 16. október 2014 00:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Ísland hefur bætt innleiðingar gerða í EES-samningnum milli mælinga á enn langt í land. Þetta kemur fram í nýju frammistöðumati EES sem Eftirlitsstofnun EFTA birti í dag. Íslandi hefur tekist að minnka innleiðingarhallann úr 2,8 prósent í nóvember í fyrra í 2,1 prósent í apríl síðastliðinn, en er enn sú versta á Evrópska efnahagssvæðinu öllu.Enn langt í landHelga Jónsdóttir stjórnarmaður í ESA, segir að þrátt fyrir að frammistaða Íslands hafi batnað milli mælinga sé enn langt í land. „Innleiðing sameiginlegra reglna á réttum tíma er forsenda þess að innri markaðurinn virki vel og áframhaldandi trausts annarra aðila EES-samningsins. Frammistaða Noregs sýnir glöggt að með góðri stefnumörkun og eftirfylgni er hægt að minnka innleiðingarhalla verulega á skömmum tíma. Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að gera enn betur og tryggja að Ísland verði ekki eftirbátur hinna EFTA-ríkjanna.“Noregur aldrei staðið sig beturÍ frétt á vef ESA segir að Noregur hafi aldrei staðið betur að innleiðingu tilskipana frá upphafi mælinga þar em einungis ein tilskipun hafi ekki verið innleidd. „Ísland hefur einnig bætt sig en þarf að gera betur. Frammistaða Liechtenstein er einnig betri en raunin var síðast.“ Frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, í Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Þessi mæling tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins,“ segir í fréttinni. Meðalinnleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja mælist nú 1.1% en hann er 0.7% að meðaltali í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB).Raunhæft að Ísland bæti stöðu sína enn frekarÍ tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að unnið hafi verið á grundvelli Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar frá 2014 að því að bæta framkvæmd EES-samningsins hér á landi. „Frammistöðumat ESA nú talar sínu máli en það er árangur þeirra aðgerða stjórnvalda sem lagt var til í Evrópustefnunni. Á meðal aðgerða má nefna að málefni EES-samningsins – innleiðingarmál þar með talin - eru nú reglulega rædd í ríkisstjórn. Upplýsingagjöf til ráðuneyta hefur verið efld og fræðslustarf aukið. Komið var á fót sérstökum stýrihópi undir stjórn forsætisráðuneytisins sem unnið hefur að því að því að skilgreina flöskuhálsa og bæta ferla við vinnslu EES mála í íslenskri stjórnsýslu. Áfram er unnið að því að ná því markmiði stjórnvalda að innleiðingarhallinn fari niður fyrir 1%. ESA mun framkvæmda nýtt frammistöðumat í lok þessa mánaðar og er raunhæft að Ísland geti þá bætt stöðu sína enn frekar,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Vill fjölga sérfræðingum í Brussel til að hafa áhrif á tilskipanir Utanríkisráðherra vill fjölga íslenskum sérfræðingum ráðuneytanna í Brussel til að hafa áhrif á mótun tilskipana sem eru teknar upp í EES-samninginn. Ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum aðgerðum Evrópustefnu sinnar þótt markmið hennar hafi ekki náðst. 9. apríl 2015 19:00 Gefur lítið fyrir gagnrýni á Evrópustefnu Utanríkisráðherra segir taka lengri tíma en til hafi staðið að draga úr innleiðingarhalla EES-tilskipana. 30. júlí 2015 07:00 Árni Páll segir stjórnvöld ekki standa við eigin Evrópustefnu Formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að standa ekki við eigin Evrópustefnu. Dómsmál séu fleiri og innleiðingarhalli meiri en staðið hafi til. Þingmaður Framsóknarflokksins segir önnur mikilvægari mál vera innanlands. 29. júlí 2015 07:00 Íslendingar enn lélegastir að innleiða EES-tilskipanir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. 14. apríl 2015 09:55 ESA kærir ríkið vegna vanefnda á innleiðingu EES tilskipunar Íslensk stjórnvöld standa sig illa við að innleiða EES reglur. 16. október 2014 00:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Vill fjölga sérfræðingum í Brussel til að hafa áhrif á tilskipanir Utanríkisráðherra vill fjölga íslenskum sérfræðingum ráðuneytanna í Brussel til að hafa áhrif á mótun tilskipana sem eru teknar upp í EES-samninginn. Ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum aðgerðum Evrópustefnu sinnar þótt markmið hennar hafi ekki náðst. 9. apríl 2015 19:00
Gefur lítið fyrir gagnrýni á Evrópustefnu Utanríkisráðherra segir taka lengri tíma en til hafi staðið að draga úr innleiðingarhalla EES-tilskipana. 30. júlí 2015 07:00
Árni Páll segir stjórnvöld ekki standa við eigin Evrópustefnu Formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að standa ekki við eigin Evrópustefnu. Dómsmál séu fleiri og innleiðingarhalli meiri en staðið hafi til. Þingmaður Framsóknarflokksins segir önnur mikilvægari mál vera innanlands. 29. júlí 2015 07:00
Íslendingar enn lélegastir að innleiða EES-tilskipanir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. 14. apríl 2015 09:55
ESA kærir ríkið vegna vanefnda á innleiðingu EES tilskipunar Íslensk stjórnvöld standa sig illa við að innleiða EES reglur. 16. október 2014 00:01