Innlent

ESA kærir ríkið vegna vanefnda á innleiðingu EES tilskipunar

Sveinn Arnarsson skrifar
ESA hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vanefnda um innleiðingu EES tilskpana
ESA hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vanefnda um innleiðingu EES tilskpana
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna vanefnda á innleiðingu Evróputilskipana. Íslenska ríkinu hefur ekki tekist að innleiða tilskipun um merkingar og staðlaðar vörulýsingar á orkunotkun heimilistækja. Ísland átti að innleiða tilskipunina fyrir 1. júní árið 2013.



Íslensk stjórnvöld hafa fengið tækifæri til að gera bragarbót á reglum sínum, innleiða tilskipunina eða koma með rök fyrir því hvers vegna EES-reglurnar hafa ekki verið samþykktar. Það að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn er lokaúrræði eftirlitsstofnunarinnar. 

Íslensk stjórnvöld standa sig afar illa þegar kemur að því að innleiða EES tilskipanir í íslenska löggjöf. Vísir hefur áður greint frá því að frammistaða Íslands er sú allra versta. Í frammistöðumati Eftirlitsstofunar EFTA (ESA) segir að innleiðingarhalli tilskipana, sem sýni hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka, hafi verið 3,1 prósent í tilviki Íslands. 

Í frammistöðumatinu kemur einnig fram hversu mörg samningsbrotamál gegn EFTA-ríkjunum eru til meðferðar hjá ESA, sem stafa af því að tilskipanir og reglugerðir eru ekki innleiddar innan tímamarka. Samningsbrotamál af þeim toga eru nú 177 talsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×