Enski boltinn

Allardyce í viðræður við Sunderland

Eirikur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sam Allardyce hefur samþykkt að hefja viðræður við forráðamenn Sunderland um að taka sér starf knattspyrnustjóra, eftir að Dick Advocaat hætti um helgina.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Allardyce hafa tekið fremur illa í þá hugmynd að taka að sér starfið en hann ákvað að snúa aftur til Englands úr fríi á Spáni og hefja viðræður við Ellis Short, eiganda Sunderland.

Allardyce fer fram á að hafa stjórn á leikmannakaupum félagsins og fjármuni til að kaupa leikmenn þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Short mun vera áhugasamur um að ráða Allardyce og er viljugur að hætta að halda úti stöðu yfirmanni knattspyrnumanna hjá félaginu. Lee Congerton hefur gegnt henni en hann sagði starfi sínu lausu í síðustu viku og er nú að klára uppsagnarfrestinn sinn.

Sunderland mætir West Brom um eftir rúma viku en á svo heimaleik gegn erkifjendunum Newcastle, fyrrum félagi Allardyce.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×