75 ár í dag frá fæðingu John Lennon Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2015 13:24 John Lennon stofnandi The Beatles hefði orðið 75 ára í dag hefði hann lifað. Yoko Ono ekkja hans er komin til Reykjavíkur til að minnast hans og tendrar friðarsúluna í Viðey í kvöld. Tveggja daga ráðstefna um stríðið gegn fíkniefnum hefst í dag sem haldin er Lennon til heiðurs. John Lennon fæddist í Liverpool í Bretlandi hinn 9. október árið 1940, fimm árum áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk. Hann var alinn upp af móðursystur sinni, átti lítið sem ekkert samband við föður sinn en móðir hans dó í bílslysi þegar hann var unglingur. Lennon stofnaði The Beatles fljótlega eftir að hann kynntist Paul McCartney og síðar George Harrison en Ringo Starr kom til liðs við hljómsveitina um það bil sem fyrsta hljómplata Bítlanna var tekin upp árið 1963. Engin hljómsveit í heiminum hefur náð öðrum eins vinsældum og seljast plötur hennar enn í dag eins og heitar lummur. En þrátt fyrir miklar vinsældir og útgáfu starfaði hljómsveitin aðeins í átta ár og hætti endanlega árið 1970 þegar Paul McCartney krafist formlegara slita fyrir dómi. Lennon kynntist seinni konu sinni listamanninum Yoko Ono árið 1965 og fljótlega eftir að Bítlarnir hættu fluttu þau til New York, heimaborgar Yoko, árið 1971. Lennon átti aldrei afturkvæmt til Bretlands og var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York hinn 9. desember 1980, þegar hann og Yoko voru að koma heim frá vinnu sinni í hljóðveri og voru nýbúin að gefa út plötuna Double Fantasy, fyrstu hljómplötu Lennons í fimm ár. Árið 2007 reisti Yoko friðarsúluna í Viðey í samstarfi við Reykjavíkurborg sem hún tendrar árlega á afmælisdegi hans og er hún látin loga fram að dánardegi hans ár hvert.Yoko er komin til Reykjavíkur og býður fríar ferjuferðir frá Skarfabakka frá klukkan 17:30 til 19:20 í dag út í Viðey þar sem hún mun minnast 75 ára fæðingarafmælis Lennons. Þar verður einnig opnuð kermik sýning á verkum Kyoko dóttur hennar af fyrra hjónabandi.Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi gengst fyrir tveggja daga ráðstefnu undir titlinum Imagine Peace in the Drug War sem hefst í Tjarnarbíói klukkan 15 og er haldin Lennon til heiðurs. Ráðstefnan er öllum opin. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
John Lennon stofnandi The Beatles hefði orðið 75 ára í dag hefði hann lifað. Yoko Ono ekkja hans er komin til Reykjavíkur til að minnast hans og tendrar friðarsúluna í Viðey í kvöld. Tveggja daga ráðstefna um stríðið gegn fíkniefnum hefst í dag sem haldin er Lennon til heiðurs. John Lennon fæddist í Liverpool í Bretlandi hinn 9. október árið 1940, fimm árum áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk. Hann var alinn upp af móðursystur sinni, átti lítið sem ekkert samband við föður sinn en móðir hans dó í bílslysi þegar hann var unglingur. Lennon stofnaði The Beatles fljótlega eftir að hann kynntist Paul McCartney og síðar George Harrison en Ringo Starr kom til liðs við hljómsveitina um það bil sem fyrsta hljómplata Bítlanna var tekin upp árið 1963. Engin hljómsveit í heiminum hefur náð öðrum eins vinsældum og seljast plötur hennar enn í dag eins og heitar lummur. En þrátt fyrir miklar vinsældir og útgáfu starfaði hljómsveitin aðeins í átta ár og hætti endanlega árið 1970 þegar Paul McCartney krafist formlegara slita fyrir dómi. Lennon kynntist seinni konu sinni listamanninum Yoko Ono árið 1965 og fljótlega eftir að Bítlarnir hættu fluttu þau til New York, heimaborgar Yoko, árið 1971. Lennon átti aldrei afturkvæmt til Bretlands og var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York hinn 9. desember 1980, þegar hann og Yoko voru að koma heim frá vinnu sinni í hljóðveri og voru nýbúin að gefa út plötuna Double Fantasy, fyrstu hljómplötu Lennons í fimm ár. Árið 2007 reisti Yoko friðarsúluna í Viðey í samstarfi við Reykjavíkurborg sem hún tendrar árlega á afmælisdegi hans og er hún látin loga fram að dánardegi hans ár hvert.Yoko er komin til Reykjavíkur og býður fríar ferjuferðir frá Skarfabakka frá klukkan 17:30 til 19:20 í dag út í Viðey þar sem hún mun minnast 75 ára fæðingarafmælis Lennons. Þar verður einnig opnuð kermik sýning á verkum Kyoko dóttur hennar af fyrra hjónabandi.Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi gengst fyrir tveggja daga ráðstefnu undir titlinum Imagine Peace in the Drug War sem hefst í Tjarnarbíói klukkan 15 og er haldin Lennon til heiðurs. Ráðstefnan er öllum opin.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira