75 ár í dag frá fæðingu John Lennon Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2015 13:24 John Lennon stofnandi The Beatles hefði orðið 75 ára í dag hefði hann lifað. Yoko Ono ekkja hans er komin til Reykjavíkur til að minnast hans og tendrar friðarsúluna í Viðey í kvöld. Tveggja daga ráðstefna um stríðið gegn fíkniefnum hefst í dag sem haldin er Lennon til heiðurs. John Lennon fæddist í Liverpool í Bretlandi hinn 9. október árið 1940, fimm árum áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk. Hann var alinn upp af móðursystur sinni, átti lítið sem ekkert samband við föður sinn en móðir hans dó í bílslysi þegar hann var unglingur. Lennon stofnaði The Beatles fljótlega eftir að hann kynntist Paul McCartney og síðar George Harrison en Ringo Starr kom til liðs við hljómsveitina um það bil sem fyrsta hljómplata Bítlanna var tekin upp árið 1963. Engin hljómsveit í heiminum hefur náð öðrum eins vinsældum og seljast plötur hennar enn í dag eins og heitar lummur. En þrátt fyrir miklar vinsældir og útgáfu starfaði hljómsveitin aðeins í átta ár og hætti endanlega árið 1970 þegar Paul McCartney krafist formlegara slita fyrir dómi. Lennon kynntist seinni konu sinni listamanninum Yoko Ono árið 1965 og fljótlega eftir að Bítlarnir hættu fluttu þau til New York, heimaborgar Yoko, árið 1971. Lennon átti aldrei afturkvæmt til Bretlands og var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York hinn 9. desember 1980, þegar hann og Yoko voru að koma heim frá vinnu sinni í hljóðveri og voru nýbúin að gefa út plötuna Double Fantasy, fyrstu hljómplötu Lennons í fimm ár. Árið 2007 reisti Yoko friðarsúluna í Viðey í samstarfi við Reykjavíkurborg sem hún tendrar árlega á afmælisdegi hans og er hún látin loga fram að dánardegi hans ár hvert.Yoko er komin til Reykjavíkur og býður fríar ferjuferðir frá Skarfabakka frá klukkan 17:30 til 19:20 í dag út í Viðey þar sem hún mun minnast 75 ára fæðingarafmælis Lennons. Þar verður einnig opnuð kermik sýning á verkum Kyoko dóttur hennar af fyrra hjónabandi.Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi gengst fyrir tveggja daga ráðstefnu undir titlinum Imagine Peace in the Drug War sem hefst í Tjarnarbíói klukkan 15 og er haldin Lennon til heiðurs. Ráðstefnan er öllum opin. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
John Lennon stofnandi The Beatles hefði orðið 75 ára í dag hefði hann lifað. Yoko Ono ekkja hans er komin til Reykjavíkur til að minnast hans og tendrar friðarsúluna í Viðey í kvöld. Tveggja daga ráðstefna um stríðið gegn fíkniefnum hefst í dag sem haldin er Lennon til heiðurs. John Lennon fæddist í Liverpool í Bretlandi hinn 9. október árið 1940, fimm árum áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk. Hann var alinn upp af móðursystur sinni, átti lítið sem ekkert samband við föður sinn en móðir hans dó í bílslysi þegar hann var unglingur. Lennon stofnaði The Beatles fljótlega eftir að hann kynntist Paul McCartney og síðar George Harrison en Ringo Starr kom til liðs við hljómsveitina um það bil sem fyrsta hljómplata Bítlanna var tekin upp árið 1963. Engin hljómsveit í heiminum hefur náð öðrum eins vinsældum og seljast plötur hennar enn í dag eins og heitar lummur. En þrátt fyrir miklar vinsældir og útgáfu starfaði hljómsveitin aðeins í átta ár og hætti endanlega árið 1970 þegar Paul McCartney krafist formlegara slita fyrir dómi. Lennon kynntist seinni konu sinni listamanninum Yoko Ono árið 1965 og fljótlega eftir að Bítlarnir hættu fluttu þau til New York, heimaborgar Yoko, árið 1971. Lennon átti aldrei afturkvæmt til Bretlands og var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York hinn 9. desember 1980, þegar hann og Yoko voru að koma heim frá vinnu sinni í hljóðveri og voru nýbúin að gefa út plötuna Double Fantasy, fyrstu hljómplötu Lennons í fimm ár. Árið 2007 reisti Yoko friðarsúluna í Viðey í samstarfi við Reykjavíkurborg sem hún tendrar árlega á afmælisdegi hans og er hún látin loga fram að dánardegi hans ár hvert.Yoko er komin til Reykjavíkur og býður fríar ferjuferðir frá Skarfabakka frá klukkan 17:30 til 19:20 í dag út í Viðey þar sem hún mun minnast 75 ára fæðingarafmælis Lennons. Þar verður einnig opnuð kermik sýning á verkum Kyoko dóttur hennar af fyrra hjónabandi.Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi gengst fyrir tveggja daga ráðstefnu undir titlinum Imagine Peace in the Drug War sem hefst í Tjarnarbíói klukkan 15 og er haldin Lennon til heiðurs. Ráðstefnan er öllum opin.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira