Innlent

Aðgerðaáætlun bæjarráðs Bolungarvíkur kemur vonandi í veg fyrir að þjónusta Landsbankans flytjist til Ísafjarðar

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Mynd/Stöð2
Á föstudag tilkynnti Landsbankinn að útibú bankans á Suðureyri, Þingeyri og Bolungarvík verði lögð niður innan viku. Myndu því samtals ellefu manns missa vinnuna.

Um helgina vann bæjarráð Bolungarvíkur aðgerðaáætlun til að bregðast við þessum niðurskurði og gengur hún út á að Landsbankinn geti haft aðstöðu gjaldkera og þjónustufulltrúa í húsnæði bæjarskrifstofu Bolungarvíkur.

Bæjarstjóri Bolungarvíkur, Elías Jónatansson, segir að nærþjónustu við íbúa Bolungarvíkur ætti því aðhaldast í bænum: „Ég er alveg viss um að við eigum að geta haldið mjög svipuðu þjónustustigi. Það verður tilfærsla á fyrirtækjaþjónustu bankans þá til Ísafjarðar en nærþjónustan við íbúana verður til staðar og ég held að eldra fólkið í Bolungarvík verði ánægt.“

Landsbankinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins og segist reiðubúinn að skoða hugmyndir bæjarráðs og telur jafnframt að gjaldkeraþjónusta henti vel sem hluti af framtíðarrekstri þjónustumiðstöðvar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.