Innlent

Undirbúa valið á fyrsta hópi flóttamanna

Una Sighvatsdóttir skrifar
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að Akureyringar séu spenntir að takast á við krefjandi verkefni.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að Akureyringar séu spenntir að takast á við krefjandi verkefni. Vísir/Pjetur
Akureyri er fyrsta bæjarfélagið sem taka mun á móti sýrlensku flóttafólki. Bæjarstjóri Akureyrar fundaði með velferðarráðherra um málið í dag.  Akureyringar tóku síðast á móti flóttafólki árið 2003, fjölskyldur frá löndum fyrrum Júgóslavíu, sem allar búa enn í Eyjafirðinum. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að reynslan af því verkefni muni nýtast og Akureyringar séu spenntir að takast á við krefjandi verkefni.



„Að sjálfsögðu erum við bara mjög spennt og við höfum náttúrulega góða reynslu, það er þess vegna sem við buðum fram okkar aðstoð. En það eru reyndar komin 12-13 ár síðan síðasti hópur kom til okkar, þannig að það er svo sem ýmislegt nýtt í þessu í dag."



Samsetning hópsins skiptir máli

Fundurinn í dag snerist því að mestu um að bera saman bækur bæjarins og ráðuneytisins, til að undirbúa valið á þeim hópi sem hingað kemur fyrstur. Stefnan er að taka við stórfjölskyldum og er miðað við um 50 manns. Akureyri hefur þó ekki sétt ákveðinn kvóta á hve marga bærinn geti tekið við.

„Nei í rauninni ekki, enda snýst þetta ekki beinlínis um fjölda og þetta snýst alls ekki um einhverja keppni um hver fær flesta. Stærðin er ekki endilega relevant, en auðvitað skiptir það máli að samsetning hópsins sé sem réttust. Og þegar ég tala um samsetninguna, þá að þetta séu einstaklingar sem við getum veitt sambærilega þjónust, að hópurinn sé svolítið líkur innbyrðir. Þannig að það er aðalviðfangsefnið í dag," segir Eiríkur.

Hann segir fjölmarga Akureyringa hafa boðið fram aðstoð sína í verkefninu en Rauði krossinn muni leika lykilhlutverk enda með þéttofið net sjálfboðaliða.

Upplýsinga að vænta innan þriggja vikna

Til að flýta fyrir ferlinu verður ekki send mótttökunefnd út heldur verður gert myndband um kosti og galla Íslands, svo flóttafólkið átti sig betur á þeim aðstæðum sem hér eru. Innan þriggja vikna er von á upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um hvaða fólk kemur til greina, og verður því miðlað jafnóðum til Akureyrarbæjar að sögn Eyglóar Harðardóttur.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að sveitarfélagið hafi sömu upplýsingar og við erum að vinna með varðandi það hvaða einstaklingar eru að koma. Þá getur það hugað betur að þáttum eins og því sem snýr að húsnæðismálum, hvernig hægt sé að styðja viðkomandi fjölskyldur, eins og snýr að börnum í skólanum og líka möguleika fólks til að fá vinnu," segir Eygló.

Fleiri sveitarfélög hafa lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki og verður talað við þau á næstunni.

„Svo hefur gerst sú ánægjulega þróun undanfarið að mun fleiri lönd hafa boðið sig fram gagnvart Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, til að bjóða vkótaflóttamönnum að koma," bætir Eygló við. „En það er hinsvegar staðreynd að það er bara brotabrot miðað við þann fjölda fólks sem er í flóttamannabúðum í nágrannalöndum Sýrlands."

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar
Samsetning hópsins skiptir máli

Fundurinn í dag snerist því að mestu um að bera saman bækur bæjarins og ráðuneytisins, til að undirbúa valið á þeim hópi sem hingað kemur fyrstur. Stefnan er að taka við stórfjölskyldum og er miðað við um 50 manns. Akureyri hefur þó ekki sétt ákveðinn kvóta á hve marga bærinn geti tekið við.

„Nei í rauninni ekki, enda snýst þetta ekki beinlínis um fjölda og þetta snýst alls ekki um einhverja keppni um hver fær flesta. Stærðin er ekki endilega relevant, en auðvitað skiptir það máli að samsetning hópsins sé sem réttust. Og þegar ég tala um samsetninguna, þá að þetta séu einstaklingar sem við getum veitt sambærilega þjónust, að hópurinn sé svolítið líkur innbyrðir. Þannig að það er aðalviðfangsefnið í dag," segir Eiríkur.

Hann segir fjölmarga Akureyringa hafa boðið fram aðstoð sína í verkefninu en Rauði krossinn muni leika lykilhlutverk enda með þéttofið net sjálfboðaliða.





Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra
Upplýsinga að vænta innan þriggja vikna

Til að flýta fyrir ferlinu verður ekki send mótttökunefnd út heldur verður gert myndband um kosti og galla Íslands, svo flóttafólkið átti sig betur á þeim aðstæðum sem hér eru. Innan þriggja vikna er von á upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um hvaða fólk kemur til greina, og verður því miðlað jafnóðum til Akureyrarbæjar að sögn Eyglóar Harðardóttur.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að sveitarfélagið hafi sömu upplýsingar og við erum að vinna með varðandi það hvaða einstaklingar eru að koma. Þá getur það hugað betur að þáttum eins og því sem snýr að húsnæðismálum, hvernig hægt sé að styðja viðkomandi fjölskyldur, eins og snýr að börnum í skólanum og líka möguleika fólks til að fá vinnu," segir Eygló.

Fleiri sveitarfélög hafa lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki og verður talað við þau á næstunni.

„Svo hefur gerst sú ánægjulega þróun undanfarið að mun fleiri lönd hafa boðið sig fram gagnvart Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, til að bjóða vkótaflóttamönnum að koma," bætir Eygló við. „En það er hinsvegar staðreynd að það er bara brotabrot miðað við þann fjölda fólks sem er í flóttamannabúðum í nágrannalöndum Sýrlands."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×