Innlent

Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings fer fram á gjaldþrotaskipti

Gissur Sigurðsson skrifar
Sigurður hefur verið dæmdur til greiðslu á hundruð milljónum króna á síðustu árum.
Sigurður hefur verið dæmdur til greiðslu á hundruð milljónum króna á síðustu árum. vísir/gva
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur, að bú hans verði tekið til persónulegra gjaldþrotaskipta. Þetta staðfestir Sigurður við DV, en vill ekki tilgreina ástæður.

Blaðið segir ljóst að ein hugsanleg skýring kunni að vera dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því árið 2012, þar  sem  Sigurður var dæmdur til að greiða tæpar 500 milljónir, auk dráttarvaxta, vegna persónulegrar ábyrgðar á lánum sem  hann fékk hjá Kaupþingi. Lánin fékk hann til að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum.

Sigurður afplánar nú dóm í fangelsinu á Kvíabryggju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×