Innlent

Maðurinn með ljáinn berfættur á gatnamótum

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir að maðurinn með ljáinn hafi verið meinlaus.
Lögregla segir að maðurinn með ljáinn hafi verið meinlaus. Vísir/Birgir
Lögreglu barst tilkynning um berfættan mann í svörtum kufli og með ljá í hendi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns í gærkvöldi.

Í dagbók lögreglu segir að lögreglumenn hafi haft varann á þegar þeir nálguðust manninn.

Síðar hafi þó komið í ljós að maðurinn var alveg meinlaus og tók þar þátt í myndbandsupptöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×