Skortur á fjármagni ekki ástæða þess að uppbygging gengur hægt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. september 2015 20:00 Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00