Skortur á fjármagni ekki ástæða þess að uppbygging gengur hægt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. september 2015 20:00 Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00