Fjögur tonn af rusli tínd af ströndinni Linda Blöndal skrifar 19. ágúst 2015 19:00 Í morgun var tekið á móti fjórum tonnum af rusli til förgunar sem tínt var úr fjörum Reykjaness í vor. Formaður Bláa hersins segir á það samfélagsábyrgð að hafa strendur landsins hreinar. Fréttastofa Stöðvar tvö fylgdist með á starfsstöð Sorpu í Gufunesi. Tonn af rusli á hvern kílómetraSjálfboðasamtökin Blái herinn stóð fyrir þremur leiðöngrum í vor þar sem sjálfboðaliðar íslenskra náttúrverndarsamtaka tíndu rusl en einnig fjörtíu bandarískir hermenn þar sem Bandaríska sendiráðið er einkar áhugasamt um verkefnið. Þrír kílómetrar fjöruborðs voru hreinsaðir og því var meira en eitt tonn tekið af rusli á hvern kílómetra. Sjötíu manns tóku þátt í hreinsunarverkefninu se malls tók nærri 350 klukkustundir. Tvö tonn af plasti og jafn mikið af netum og köðlumTekið var á móti tveimur gámum með sorpi í starfsstöð Sorpu í morgun. Alls viktaði úrgangurinn tæp fjögur tonn, tæp tvö tonn af plasti og rúmlega tvö tonn af netum og köðlum. Það er á við 400 innkaupapoka með tíu mjólkurpottum hver. Einungis hluti ruslins er endurnýtanlegur, að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu. Um helmingur verður urðaður. Guðrmundur segir það rannsóknarverkefni að kanna hver bæri ábyrgð á meirihluta sorpsins og hver ætti þá að borga kostnaðinn við að hreinsa það og flytja til förgunar. Langmesta ruslið kemur frá bátum og skipum. Guðmundur sagði þó að hjá Sorpu væri þó mikill vilji til að taka þátt í að styrkja slík hreinsunarátök sem þetta. Sending, líkt og sú í morgun kostar nærri 80 milljónir króna, með sendingarkostnaði og kostnaði við förgunina en Íslenska Gámafélagið fór endurgjaldslaust með farminn frá Keflavík. Rusl frá útgerðinniTómas J. Knútsson, stofnandi Blá hersins, segir nú sem fyrr mikið berast frá bátum sem endi á ströndum landsins og mengi þær og hafið. „Sumar útgerðir eru með sorpdagatöl sem er mjög virðingavert en það er enn sem maður finnur olíubrúsana og matarleifar og umbúðir sem kemur bara beint frá bátunum, því miður“, sagði Tómas í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist finna hluti sem séu úr fiskvinnslu, eins og færibönd og heilu rúllurnar af umbúðaplasti. Sumu virðist hent í sjóinn viljandi en annað, eins og netin sem lenda í sjónum séu þar undanskilin. Allt samfélagið verður að taka þátt Tómas hefur barist í tvo áratugi fyrir því að strendur landsins verði hreinsaðar og haldið hreinum. Hann höfðar til alls almennins og yfirvalda, bæði í sveitarstjórnum og ríkisstjórnar að taka almennilega til í þessum málum. „Það er mikið í húfi, þetta plast er í lífkeðjunni. Ég vil að við förum í allsherjar átak um að hafa þetta í lagi því okkar sjávarafurð á fyrst og fremst að fá að synda um í hreinum sjó“, segir Tómas og ímynd Íslands sé líka í húfi. „Ég get alveg séð fyrir mér samstillt átak þeirra sem vilja styrkja Bláa herinn að þá byrja ég bara úti á Garðskagavita og svo bara rölti ég hringinn. Ég kalla bara eftir samfélagslegri ábyrgð allra í þessum efnum“, sagði Tómas um framtíðaráætlanir sínar. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í morgun var tekið á móti fjórum tonnum af rusli til förgunar sem tínt var úr fjörum Reykjaness í vor. Formaður Bláa hersins segir á það samfélagsábyrgð að hafa strendur landsins hreinar. Fréttastofa Stöðvar tvö fylgdist með á starfsstöð Sorpu í Gufunesi. Tonn af rusli á hvern kílómetraSjálfboðasamtökin Blái herinn stóð fyrir þremur leiðöngrum í vor þar sem sjálfboðaliðar íslenskra náttúrverndarsamtaka tíndu rusl en einnig fjörtíu bandarískir hermenn þar sem Bandaríska sendiráðið er einkar áhugasamt um verkefnið. Þrír kílómetrar fjöruborðs voru hreinsaðir og því var meira en eitt tonn tekið af rusli á hvern kílómetra. Sjötíu manns tóku þátt í hreinsunarverkefninu se malls tók nærri 350 klukkustundir. Tvö tonn af plasti og jafn mikið af netum og köðlumTekið var á móti tveimur gámum með sorpi í starfsstöð Sorpu í morgun. Alls viktaði úrgangurinn tæp fjögur tonn, tæp tvö tonn af plasti og rúmlega tvö tonn af netum og köðlum. Það er á við 400 innkaupapoka með tíu mjólkurpottum hver. Einungis hluti ruslins er endurnýtanlegur, að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu. Um helmingur verður urðaður. Guðrmundur segir það rannsóknarverkefni að kanna hver bæri ábyrgð á meirihluta sorpsins og hver ætti þá að borga kostnaðinn við að hreinsa það og flytja til förgunar. Langmesta ruslið kemur frá bátum og skipum. Guðmundur sagði þó að hjá Sorpu væri þó mikill vilji til að taka þátt í að styrkja slík hreinsunarátök sem þetta. Sending, líkt og sú í morgun kostar nærri 80 milljónir króna, með sendingarkostnaði og kostnaði við förgunina en Íslenska Gámafélagið fór endurgjaldslaust með farminn frá Keflavík. Rusl frá útgerðinniTómas J. Knútsson, stofnandi Blá hersins, segir nú sem fyrr mikið berast frá bátum sem endi á ströndum landsins og mengi þær og hafið. „Sumar útgerðir eru með sorpdagatöl sem er mjög virðingavert en það er enn sem maður finnur olíubrúsana og matarleifar og umbúðir sem kemur bara beint frá bátunum, því miður“, sagði Tómas í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist finna hluti sem séu úr fiskvinnslu, eins og færibönd og heilu rúllurnar af umbúðaplasti. Sumu virðist hent í sjóinn viljandi en annað, eins og netin sem lenda í sjónum séu þar undanskilin. Allt samfélagið verður að taka þátt Tómas hefur barist í tvo áratugi fyrir því að strendur landsins verði hreinsaðar og haldið hreinum. Hann höfðar til alls almennins og yfirvalda, bæði í sveitarstjórnum og ríkisstjórnar að taka almennilega til í þessum málum. „Það er mikið í húfi, þetta plast er í lífkeðjunni. Ég vil að við förum í allsherjar átak um að hafa þetta í lagi því okkar sjávarafurð á fyrst og fremst að fá að synda um í hreinum sjó“, segir Tómas og ímynd Íslands sé líka í húfi. „Ég get alveg séð fyrir mér samstillt átak þeirra sem vilja styrkja Bláa herinn að þá byrja ég bara úti á Garðskagavita og svo bara rölti ég hringinn. Ég kalla bara eftir samfélagslegri ábyrgð allra í þessum efnum“, sagði Tómas um framtíðaráætlanir sínar.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira