Erla: Mjög erfið ákvörðun Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2015 13:30 Erla Ásgeirsdóttir kemur í mark á ÓL 2014. vísir/getty Erla Ásgeirsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir komandi vetur, en landsliðið var tilkynnt fyrr í dag. Erla fór á vetrarólympíuleikana í Sotsjí fyrir Íslands hönd í byrjun síðasta árs, en nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að námi í Háskólanum í Reykjavík. Á Facebook-síðu sinni segir hún: „[Það er] Mjög erfið ákvörðun að stunda ekki skíðin á fullu á komandi vetri. Skíðin hafa verið mjög stór hlutur í lífi mínu undanfarin ár og hef ég fengið að upplifa mikið skemmtilegt.Næsta vetur mun ég takast á við svolítið öðruvísi verkefni, þar sem ég mun stunda nám við HR, og er ég spennt fyrir komandi tímum.“ Hún sendi svo frá sér yfirlýsingu í gegnum skíðasambandið þar sem hún fer nánar yfir ákvörðun sína og þakkar styrktaraðilum og Skíðasambandinu fyrir stuðninginn. „Ég, Erla Ásgeirsdóttir, skíðakona í Breiðabliki hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir tímabilið 2015/2016 og er á leið í nám í HR,“ segir hún. „En ég mun stunda skíðin áfram næsta tímabil á Íslandi eins og mögulegt er með skóla og keppa á skíðamótum hér heima og erlendis ef skólinn leyfir.“ „Ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt mig undanfarin ár svo ég gæti stundað mína íþrótt af alúð og kostgæfni og það eitt að hafa komist til Sochi í Rússland á VetrarÓlympíuleika er ég þakklát fyrir.“ „Einnig tvennir heimsleikar fullorðinna og þrennir heimsleikar unglinga ásamt mörgum erfiðum en skemmtilegu verkefnum með frábærum liðsfélögum sem studdu hvern annan alltaf. Ég vill einnig þakka Skíðasambandi Íslands fyrir góðan stuðning síðustu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður og erfitt fjárhagslegt umhverfi tel ég að allt hafi verið gert eins fagmennlega og mögulegt var,“ segir Erla Ásgeirsdóttir. Aðrar íþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Fleiri fréttir Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sjá meira
Erla Ásgeirsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir komandi vetur, en landsliðið var tilkynnt fyrr í dag. Erla fór á vetrarólympíuleikana í Sotsjí fyrir Íslands hönd í byrjun síðasta árs, en nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að námi í Háskólanum í Reykjavík. Á Facebook-síðu sinni segir hún: „[Það er] Mjög erfið ákvörðun að stunda ekki skíðin á fullu á komandi vetri. Skíðin hafa verið mjög stór hlutur í lífi mínu undanfarin ár og hef ég fengið að upplifa mikið skemmtilegt.Næsta vetur mun ég takast á við svolítið öðruvísi verkefni, þar sem ég mun stunda nám við HR, og er ég spennt fyrir komandi tímum.“ Hún sendi svo frá sér yfirlýsingu í gegnum skíðasambandið þar sem hún fer nánar yfir ákvörðun sína og þakkar styrktaraðilum og Skíðasambandinu fyrir stuðninginn. „Ég, Erla Ásgeirsdóttir, skíðakona í Breiðabliki hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir tímabilið 2015/2016 og er á leið í nám í HR,“ segir hún. „En ég mun stunda skíðin áfram næsta tímabil á Íslandi eins og mögulegt er með skóla og keppa á skíðamótum hér heima og erlendis ef skólinn leyfir.“ „Ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt mig undanfarin ár svo ég gæti stundað mína íþrótt af alúð og kostgæfni og það eitt að hafa komist til Sochi í Rússland á VetrarÓlympíuleika er ég þakklát fyrir.“ „Einnig tvennir heimsleikar fullorðinna og þrennir heimsleikar unglinga ásamt mörgum erfiðum en skemmtilegu verkefnum með frábærum liðsfélögum sem studdu hvern annan alltaf. Ég vill einnig þakka Skíðasambandi Íslands fyrir góðan stuðning síðustu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður og erfitt fjárhagslegt umhverfi tel ég að allt hafi verið gert eins fagmennlega og mögulegt var,“ segir Erla Ásgeirsdóttir.
Aðrar íþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Fleiri fréttir Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sjá meira