70% leigjenda ná ekki endum saman erla björg gunnarsdóttir skrifar 1. september 2015 07:00 Haukur Hilmarsson, fjármálaráðgjafi Samkvæmt opinni og órekjanlegri könnun á meðal leigjenda á höfuðborgarsvæðinu á mikill meirihluti þeirra erfitt með að ná endum saman hver mánaðamót. Spurt var hvort viðkomandi ætti auðvelt með að ná endum saman. Ríflega helmingur, eða 54%, svaraði spurningunni neitandi og 15% sögðu sjaldan. Einungis 35 af 345 sögðust eiga auðvelt með að ná endum saman. Alls 500 leigjendur svöruðu netkönnuninni um leiguverð, ráðstöfunartekjur, fjölskyldustærð, húsaleigubætur og fjárhagsstöðu.Svör 345 leigjenda voru tekin gild og samkvæmt þeim fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum allra heimilismanna í leigu. Ef tekið er tillit til húsaleigubóta fara að meðaltali 38% af ráðstöfunartekjum heimilismanna í leigu. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun, gerði könnunina á síðunni skuldlaus.is. Þar sem könnunin er opin eru tölur ekki sannreyndar. Hann segir þó að á heildina litið gefi könnunin ákveðna mynd og rími við reynslu hans í starfi. „Ég hef mælt með því við fólk sem ég veiti ráðgjöf að halda húsnæðiskostnaði undir 35% af ráðstöfunartekjum. Svo fann ég að það voru óraunhæfar kröfur og ákvað að gera þessa könnun. Niðurstöður hennar eru góð vísbending um raunveruleikann að mínu mati,“ segir Haukur, sem hefur í starfi sínu orðið vitni að því að fólk borgi yfir helming af tekjum sínum í húsnæðiskostnað.Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá NeytendastofuÞjóðskrá Íslands birtir á síðu sinni upplýsingar um leiguverð og ráðstöfunartekjur en þar er eingöngu um þinglýsta leigusamninga að ræða. Neytendastofa hefur einnig gert kannanir en þær hafa haft ýmsa vankanta. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir erfitt að kortleggja leigumarkaðinn því það skorti skráningu, sem sé einnig forsenda eftirlits. „Það er mikilvægt að auka eftirlit til að vita hvað raunverulegt leiguverð er, líka upp á réttindi leigutaka. Við vitum ekki einu sinni hvað það eru margir á leigumarkaði, hvaða eignir eru í leigu eða hverjir eru leigusalar. Þar af leiðandi hefur verið erfitt að gera kannanir sem við getum treyst á að gefi raunsanna mynd,“ segir Hildigunnur. Spurt var í könnuninni: Átt þú auðvelt með að ná endum saman um hver mánaðamót?345 svöruðu 188 svara nei 50 svara sjaldan 72 svara oftast 35 svara já38% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu eftir húsaleigubætur45% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu fyrir húsaleigubætur10% þeirra sem svöruðu könnuninni borga yfir 60% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Samkvæmt opinni og órekjanlegri könnun á meðal leigjenda á höfuðborgarsvæðinu á mikill meirihluti þeirra erfitt með að ná endum saman hver mánaðamót. Spurt var hvort viðkomandi ætti auðvelt með að ná endum saman. Ríflega helmingur, eða 54%, svaraði spurningunni neitandi og 15% sögðu sjaldan. Einungis 35 af 345 sögðust eiga auðvelt með að ná endum saman. Alls 500 leigjendur svöruðu netkönnuninni um leiguverð, ráðstöfunartekjur, fjölskyldustærð, húsaleigubætur og fjárhagsstöðu.Svör 345 leigjenda voru tekin gild og samkvæmt þeim fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum allra heimilismanna í leigu. Ef tekið er tillit til húsaleigubóta fara að meðaltali 38% af ráðstöfunartekjum heimilismanna í leigu. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun, gerði könnunina á síðunni skuldlaus.is. Þar sem könnunin er opin eru tölur ekki sannreyndar. Hann segir þó að á heildina litið gefi könnunin ákveðna mynd og rími við reynslu hans í starfi. „Ég hef mælt með því við fólk sem ég veiti ráðgjöf að halda húsnæðiskostnaði undir 35% af ráðstöfunartekjum. Svo fann ég að það voru óraunhæfar kröfur og ákvað að gera þessa könnun. Niðurstöður hennar eru góð vísbending um raunveruleikann að mínu mati,“ segir Haukur, sem hefur í starfi sínu orðið vitni að því að fólk borgi yfir helming af tekjum sínum í húsnæðiskostnað.Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá NeytendastofuÞjóðskrá Íslands birtir á síðu sinni upplýsingar um leiguverð og ráðstöfunartekjur en þar er eingöngu um þinglýsta leigusamninga að ræða. Neytendastofa hefur einnig gert kannanir en þær hafa haft ýmsa vankanta. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir erfitt að kortleggja leigumarkaðinn því það skorti skráningu, sem sé einnig forsenda eftirlits. „Það er mikilvægt að auka eftirlit til að vita hvað raunverulegt leiguverð er, líka upp á réttindi leigutaka. Við vitum ekki einu sinni hvað það eru margir á leigumarkaði, hvaða eignir eru í leigu eða hverjir eru leigusalar. Þar af leiðandi hefur verið erfitt að gera kannanir sem við getum treyst á að gefi raunsanna mynd,“ segir Hildigunnur. Spurt var í könnuninni: Átt þú auðvelt með að ná endum saman um hver mánaðamót?345 svöruðu 188 svara nei 50 svara sjaldan 72 svara oftast 35 svara já38% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu eftir húsaleigubætur45% af ráðstöfunartekjum fara að meðaltali í leigu fyrir húsaleigubætur10% þeirra sem svöruðu könnuninni borga yfir 60% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira