Töldu skemmdarverk í Skemmtigarðinum í lagi vegna skattgreiðslna foreldra sinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2015 16:10 Eigendur Skemmtigarðsins í Grafarvogi, Eyþór Guðjónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Vísir/Arnþór Birkisson „Maður hugsar bara hlýlega til þeirra sem eru að stunda þessi skemmdarverk. Þeim hlýtur að líða illa,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðsins í Grafarvogi en ungur drengur varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í fyrradag að stíga á nagla sem lá á jörðinni vegna skemmdarverka sem unnin voru á leikmyndum Skemmtigarðsins. Krakkar sem gripnir voru glóðvolgir við skemmdarverk í síðustu viku töldu það í lagi vegna skattgreiðslna foreldra sinna. Eyþór segir að skemmdarverkin séu nokkuð tíð og gerist stundum daglega. Þarna sé um að ræða krakka sem komi á svæðið og brjóti og skemmi leikmyndir. Svæðið sé hinsvegar mjög stórt og ógerlegt fyrir starfsmenn að vakta allt svæðið en mikill tími fari í að hreinsa upp eftir skemmdarverkin. Þó sé verið að leggja lokahönd á öryggiskerfi sem ætti að draga úr skemmdarverkum. „Í gegnum tíðina höfum við orðið fyrir ansi miklu tjóni. Stundum er þetta að gerast daglega. Svæðið hjá okkur er frekar stórt og það er erfitt að halda uppi eftirliti á því öllu. Það stendur þó til bóta því við höfum verið að leggja marga kílómetra af lögnum til þess að koma upp öryggismyndavélakerfi. Við erum með fullt af leikmyndum sem eru notaðar fyrir laser-tag og litbolta. Slysið átti sér stað þar. Þeir sem eru að skemma þetta koma þarna og brjóta og bramla það sem er þarna. Það er mjög mikil vinna sem fer í að hreinsa þetta upp.“Fjölskylda drengsins sem steig á nagla í Skemmtigarðinum var ánægð með viðbrögð starfsmanna garðsins.Dagmar Ýr SigurdórsdóttirGripu hóp drengja glóðvolga við skemmdarverkin Eyþór segir að starfsmenn hafi gripið hóp af drengjum glóðvolga við skemmdarverk í síðustu viku. Hafi drengirnir talið að skemmdarverkin hafi verið í fínu lagi þar sem þeir héldu því fram að skattpeningar foreldra þeirra færu í það að byggja upp Skemmtigarðinn. „Við spurðum þá hreinlega hvað þeim gengi til með þessu og í fyrstu fannst þeim þetta nú bara allt í lagi. Þeir héldu einhverja hluta vegna að skattpeningar foreldra þeirra færu í að byggja upp Skemmtigarðinn. Þegar ég sagði þeim að það væri nú ekki þannig, Skemmtigarðurinn væri í eign fjölskyldu minnar og það væri okkar peningar sem færu í að byggja þetta upp þá sáu þeir að sér, skömmuðust sín mjög mikið og báðust afsökunar. Það eru þó kannski ekki allir þannig, sumir skammast sín ekki neitt og halda bara áfram að skemma.“ Fjölskylda drengsins unga sem fékk nagla í gegnum skóinn var mjög ánægð með viðbrögð starfsfólks Skemmtigarðsins þegar kom í ljós hvað hafði gerst. Eyþór segir að það sé mikilvægt að hafa öryggið í lagi og að starfsfólkið hjálopi öllum, hvort sem þeir séu viðskiptavinir eða ekki. Það sé einnig mikilvægt að sýna kærleika gagnvart þeim sem vilji rífa niður. „Við erum bara þjónustufyrirtæki og við hjálpum bara til eins og við getum þegar svona kemur upp á. Sem betur fer eru slysin hjá okkur mjög sjaldgæf. Við pössum okkur upp á að öryggið sé í lagi. Þetta er opinn garður og það eru allir velkomnir hingað. Við fyrirgefum þeim bara sem eru að stunda svona og einbeitum okkur að því byggja upp jákvæða starfsemi eins og við höfum verið að gera.“ Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira
„Maður hugsar bara hlýlega til þeirra sem eru að stunda þessi skemmdarverk. Þeim hlýtur að líða illa,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðsins í Grafarvogi en ungur drengur varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í fyrradag að stíga á nagla sem lá á jörðinni vegna skemmdarverka sem unnin voru á leikmyndum Skemmtigarðsins. Krakkar sem gripnir voru glóðvolgir við skemmdarverk í síðustu viku töldu það í lagi vegna skattgreiðslna foreldra sinna. Eyþór segir að skemmdarverkin séu nokkuð tíð og gerist stundum daglega. Þarna sé um að ræða krakka sem komi á svæðið og brjóti og skemmi leikmyndir. Svæðið sé hinsvegar mjög stórt og ógerlegt fyrir starfsmenn að vakta allt svæðið en mikill tími fari í að hreinsa upp eftir skemmdarverkin. Þó sé verið að leggja lokahönd á öryggiskerfi sem ætti að draga úr skemmdarverkum. „Í gegnum tíðina höfum við orðið fyrir ansi miklu tjóni. Stundum er þetta að gerast daglega. Svæðið hjá okkur er frekar stórt og það er erfitt að halda uppi eftirliti á því öllu. Það stendur þó til bóta því við höfum verið að leggja marga kílómetra af lögnum til þess að koma upp öryggismyndavélakerfi. Við erum með fullt af leikmyndum sem eru notaðar fyrir laser-tag og litbolta. Slysið átti sér stað þar. Þeir sem eru að skemma þetta koma þarna og brjóta og bramla það sem er þarna. Það er mjög mikil vinna sem fer í að hreinsa þetta upp.“Fjölskylda drengsins sem steig á nagla í Skemmtigarðinum var ánægð með viðbrögð starfsmanna garðsins.Dagmar Ýr SigurdórsdóttirGripu hóp drengja glóðvolga við skemmdarverkin Eyþór segir að starfsmenn hafi gripið hóp af drengjum glóðvolga við skemmdarverk í síðustu viku. Hafi drengirnir talið að skemmdarverkin hafi verið í fínu lagi þar sem þeir héldu því fram að skattpeningar foreldra þeirra færu í það að byggja upp Skemmtigarðinn. „Við spurðum þá hreinlega hvað þeim gengi til með þessu og í fyrstu fannst þeim þetta nú bara allt í lagi. Þeir héldu einhverja hluta vegna að skattpeningar foreldra þeirra færu í að byggja upp Skemmtigarðinn. Þegar ég sagði þeim að það væri nú ekki þannig, Skemmtigarðurinn væri í eign fjölskyldu minnar og það væri okkar peningar sem færu í að byggja þetta upp þá sáu þeir að sér, skömmuðust sín mjög mikið og báðust afsökunar. Það eru þó kannski ekki allir þannig, sumir skammast sín ekki neitt og halda bara áfram að skemma.“ Fjölskylda drengsins unga sem fékk nagla í gegnum skóinn var mjög ánægð með viðbrögð starfsfólks Skemmtigarðsins þegar kom í ljós hvað hafði gerst. Eyþór segir að það sé mikilvægt að hafa öryggið í lagi og að starfsfólkið hjálopi öllum, hvort sem þeir séu viðskiptavinir eða ekki. Það sé einnig mikilvægt að sýna kærleika gagnvart þeim sem vilji rífa niður. „Við erum bara þjónustufyrirtæki og við hjálpum bara til eins og við getum þegar svona kemur upp á. Sem betur fer eru slysin hjá okkur mjög sjaldgæf. Við pössum okkur upp á að öryggið sé í lagi. Þetta er opinn garður og það eru allir velkomnir hingað. Við fyrirgefum þeim bara sem eru að stunda svona og einbeitum okkur að því byggja upp jákvæða starfsemi eins og við höfum verið að gera.“
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira