Nagli fór í gegnum fót níu ára drengs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2015 21:52 Naglinn fór í gegnum fót drengsins. Dagmar Ýr Sigurdórsdóttir „Naglinn fer bara í gegnum skóinn, í gegnum fótinn og upp hinu megin,“ segir Dagmar Ýr Sigurdórsdóttir en 9 ára gamall bróðir hennar varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að stíga á nagla í Skemmtigarðinum í Grafarvogi í gær, nagla sem lá á jörðinni vegna skemmdarverka. „Starfsmennirnir þarna eru búnir að vera í miklu basli vegna þess að á kvöldin, þegar búið er að loka, koma oft krakkar og skemma hluti og eyðileggja,“ segir Dagmar Ýr. „Bróðir minn var bara þarna að leika sér og það hefur orðið einhver nagli þarna eftir sem starfsmönnum hefur yfirsést þegar þeir hafa verið að hreinsa upp eftir skemmdarverkin.“ Naglinn fór í gegnum fót bróðir hennar sem var snarlega komið á sjúkrahús og er nú á sýklalyfjum vegna hættu á sýkingu. Hún segir að hann sé svolítið aumur en nokkuð brattur. Þetta hafi ef til vill verið meira sjokk en eitthvað annað. „Hann er ekki stórslasaður en þetta hefur verið sjokk fyrir hann og krakkana, naglinn fór í gegn, það var mikið blóð miðað við hvað sárið var lítið. Þegar við komum á svæðið voru allir krakkarnir sem hann var að leika sér með hágrátandi.“Ánægð með starfsfólk Skemmtigarðsins Þau voru þó fljót að kalla á hjálp og segir Dagmar að starfsfólk Skemmtigarðarsins hafi staðið sig afskaplega vel í að hjálpa bróður sínum. „Krakkarnir hlupu niður í tjald þar sem er starfsmannaaðstaða. Starfsmennirnir bregðast strax við, hlaupa til og bera bróður minn í tjaldið þar sem hringt er á sjúkrabíl. Þau hlúðu vel að honum og við erum þeim mjög þakklát fyrir hvernig þau stóðu að málum. Þau hafa verið í sambandi við okkur. Starfsmennirnir brugðust mjög vel við og gerðu allt rétt.“ Dagmar segir að starfsmenn Skemmtigarðsins hafi sagt þeim að skemmdarverkin í garðinum á kvöldin séu tíð og séu þau einkum framin á litboltavelli Skemmtigarðsins. „Það er litboltavöllur þarna, þar sem eru felustaðir og annað úr spýtum og svona. Þeir sem eru að koma og skemma þetta eru greinilega að taka þetta í sundur. Spýturnar liggja svo hér og þar og það er víst mikið verk fyrir starfsmennina að hreinsa þetta upp. Þeim hefur bara yfirsést þessi eini nagli.“ Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Naglinn fer bara í gegnum skóinn, í gegnum fótinn og upp hinu megin,“ segir Dagmar Ýr Sigurdórsdóttir en 9 ára gamall bróðir hennar varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að stíga á nagla í Skemmtigarðinum í Grafarvogi í gær, nagla sem lá á jörðinni vegna skemmdarverka. „Starfsmennirnir þarna eru búnir að vera í miklu basli vegna þess að á kvöldin, þegar búið er að loka, koma oft krakkar og skemma hluti og eyðileggja,“ segir Dagmar Ýr. „Bróðir minn var bara þarna að leika sér og það hefur orðið einhver nagli þarna eftir sem starfsmönnum hefur yfirsést þegar þeir hafa verið að hreinsa upp eftir skemmdarverkin.“ Naglinn fór í gegnum fót bróðir hennar sem var snarlega komið á sjúkrahús og er nú á sýklalyfjum vegna hættu á sýkingu. Hún segir að hann sé svolítið aumur en nokkuð brattur. Þetta hafi ef til vill verið meira sjokk en eitthvað annað. „Hann er ekki stórslasaður en þetta hefur verið sjokk fyrir hann og krakkana, naglinn fór í gegn, það var mikið blóð miðað við hvað sárið var lítið. Þegar við komum á svæðið voru allir krakkarnir sem hann var að leika sér með hágrátandi.“Ánægð með starfsfólk Skemmtigarðsins Þau voru þó fljót að kalla á hjálp og segir Dagmar að starfsfólk Skemmtigarðarsins hafi staðið sig afskaplega vel í að hjálpa bróður sínum. „Krakkarnir hlupu niður í tjald þar sem er starfsmannaaðstaða. Starfsmennirnir bregðast strax við, hlaupa til og bera bróður minn í tjaldið þar sem hringt er á sjúkrabíl. Þau hlúðu vel að honum og við erum þeim mjög þakklát fyrir hvernig þau stóðu að málum. Þau hafa verið í sambandi við okkur. Starfsmennirnir brugðust mjög vel við og gerðu allt rétt.“ Dagmar segir að starfsmenn Skemmtigarðsins hafi sagt þeim að skemmdarverkin í garðinum á kvöldin séu tíð og séu þau einkum framin á litboltavelli Skemmtigarðsins. „Það er litboltavöllur þarna, þar sem eru felustaðir og annað úr spýtum og svona. Þeir sem eru að koma og skemma þetta eru greinilega að taka þetta í sundur. Spýturnar liggja svo hér og þar og það er víst mikið verk fyrir starfsmennina að hreinsa þetta upp. Þeim hefur bara yfirsést þessi eini nagli.“
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira