Hetjur hafsins á hinni árlegu húðflúrhátíð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2015 17:08 Sjómenn og flúr þeirra verða í forgrunni ITE 2015 sem fram fer um helgina. Helgina 4. - 6. september fer fram á Hótel Sögu hin árlega húðflúrhátíð; Icelandic Tattoo Expo, í fjórða sinn. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og í ár verða 54 tattoo listamenn hvaðanæva út heiminum að skreyta skinn um allan Súlnasalinn og verður hægt að finna listamenn úr öllum geirum húðflúrsins. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að áhersla verði lögð á flúr sem prýða hetjur hafsins. Sjómenn kynntust þessarri sérstöku listgrein á ferðum sínum og höfðu þeir hana með sér til heimahafna. Urðu því hafnarborgir álfunnar helstu vígi húðflúrlistamanna fyrr á öldum og fram á okkar daga.Það verður mikið um dýrðir í Súlnasal Hótel Sögu um helgina.Það eru einmitt flúrin sem prýddu og prýða enn hetjur hafsins, sem eru ein af áherslum International Tattoo Expo 2015. Öll þekkjum við einhvern jaxlana sem á liðinni öld sigldu um heimsins höf og voru margir hverjir skreyttir framandi fúrum frá fjarlægum löndum. Oftar en ekki voru sögurnar sem flúrunum fylgdu ævintýrum líkastar, enda voru þetta ævintýri ungra manna sem þurftu þá eins og ávallt, að hlaupa af sér horninn. Alla helgina verður keppt í hinum ýmsu skólum flúrsins og er hreint með ólíkindum hvað hægt er að töfra fram mikla fjölbreyttni og flugelda í flúrum fólks. Á milli keppnanna verða síðan stöðug skemmtiatriði á boðstólunum. Það er því er kjörið tækifæri fyrir alla til að koma í Súlnasal Hótel Sögu um helgina og sjá listamennina fremja sinn seið og njóta hinna fjölmörgu skemmtiatriða um leið. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Helgina 4. - 6. september fer fram á Hótel Sögu hin árlega húðflúrhátíð; Icelandic Tattoo Expo, í fjórða sinn. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og í ár verða 54 tattoo listamenn hvaðanæva út heiminum að skreyta skinn um allan Súlnasalinn og verður hægt að finna listamenn úr öllum geirum húðflúrsins. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að áhersla verði lögð á flúr sem prýða hetjur hafsins. Sjómenn kynntust þessarri sérstöku listgrein á ferðum sínum og höfðu þeir hana með sér til heimahafna. Urðu því hafnarborgir álfunnar helstu vígi húðflúrlistamanna fyrr á öldum og fram á okkar daga.Það verður mikið um dýrðir í Súlnasal Hótel Sögu um helgina.Það eru einmitt flúrin sem prýddu og prýða enn hetjur hafsins, sem eru ein af áherslum International Tattoo Expo 2015. Öll þekkjum við einhvern jaxlana sem á liðinni öld sigldu um heimsins höf og voru margir hverjir skreyttir framandi fúrum frá fjarlægum löndum. Oftar en ekki voru sögurnar sem flúrunum fylgdu ævintýrum líkastar, enda voru þetta ævintýri ungra manna sem þurftu þá eins og ávallt, að hlaupa af sér horninn. Alla helgina verður keppt í hinum ýmsu skólum flúrsins og er hreint með ólíkindum hvað hægt er að töfra fram mikla fjölbreyttni og flugelda í flúrum fólks. Á milli keppnanna verða síðan stöðug skemmtiatriði á boðstólunum. Það er því er kjörið tækifæri fyrir alla til að koma í Súlnasal Hótel Sögu um helgina og sjá listamennina fremja sinn seið og njóta hinna fjölmörgu skemmtiatriða um leið.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira