Vinsælar körfurólur hafa valdið tveimur alvarlegum slysum á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. september 2015 19:30 Svokallaðar körfurólur hafa valdið tveimur alvarlegum slysum hér á landi að undanförnu. Í báðum tilfellum var um að ræða börn undir átta ára aldri. Samskonar slys hafa einnig orðið í öðrum evrópuríkjum, þar af eitt banaslys. „Það hefur náttúrulega komið í ljós ekki bara á Íslandi heldur í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu að þær hafa valdið alvarlegum slysum og í einu tilfelli dauðaslysi,“ segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri miðstöðvar slysavarna barna.Átta ára drengur hryggbrotnaðiNokkur slys hafa orðið af völdum rólanna hér á landi á undanvörnum tveimur árum þar sem um minniháttar áverka var að ræða. Þá hafa orðið tvö alvarleg slys. Fyrra slysið átti sér stað á síðasta ári en það seinna nú í sumar. Þá varð átta ára drengur fyrir rólu sem átta önnur börn sátu í. Hann fékk þungt högg á höfuð og brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann dróst með rólunni og lenti undir henni.Mörg börn komast fyrir í sömu rólunni.Drengurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann hafði hryggbrotnað og gekkst hann undir aðgerð vegna þess. Vakthafandi læknar höfðu orð á því við móður drengsins að þeir hefðu aldrei áður séð slíka áverka. Enn er erfitt að segja fyrir um hvaða afleiðingar ákverkarnir koma til með að hafa á drenginn til lengri tíma. Löglegar en í skoðun „Hættan við þetta er rólan sjálf hún er svo þung að þegar þetta dynur svo á barninu, og það eru kannski fjögur, fimm, sex börn í rölunni nú þegar, þannig að það er ekkert undarlegt, lendi þetta á líkama barns að illa fari.“ Rólurnar eru löglegar samkvæmt núgildandi stöðlum en Herdís segir með öllu óásættanlegt að leiktæki geti valdið alvarlegum slysum á börnum eða jafnvel dauðaslysum. Hún hefur sent athugasemdir til evrópskrar nefndar sem er að endurskoða staðla yfir sambærilegar rólur. „Þetta fór alla leið inn í kerfið og það er verið að skoða þetta. Ég veit að það liggur fyrir mjög harðort bréf frá Svíum um að þessu verði breytt.“ Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Svokallaðar körfurólur hafa valdið tveimur alvarlegum slysum hér á landi að undanförnu. Í báðum tilfellum var um að ræða börn undir átta ára aldri. Samskonar slys hafa einnig orðið í öðrum evrópuríkjum, þar af eitt banaslys. „Það hefur náttúrulega komið í ljós ekki bara á Íslandi heldur í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu að þær hafa valdið alvarlegum slysum og í einu tilfelli dauðaslysi,“ segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri miðstöðvar slysavarna barna.Átta ára drengur hryggbrotnaðiNokkur slys hafa orðið af völdum rólanna hér á landi á undanvörnum tveimur árum þar sem um minniháttar áverka var að ræða. Þá hafa orðið tvö alvarleg slys. Fyrra slysið átti sér stað á síðasta ári en það seinna nú í sumar. Þá varð átta ára drengur fyrir rólu sem átta önnur börn sátu í. Hann fékk þungt högg á höfuð og brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann dróst með rólunni og lenti undir henni.Mörg börn komast fyrir í sömu rólunni.Drengurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann hafði hryggbrotnað og gekkst hann undir aðgerð vegna þess. Vakthafandi læknar höfðu orð á því við móður drengsins að þeir hefðu aldrei áður séð slíka áverka. Enn er erfitt að segja fyrir um hvaða afleiðingar ákverkarnir koma til með að hafa á drenginn til lengri tíma. Löglegar en í skoðun „Hættan við þetta er rólan sjálf hún er svo þung að þegar þetta dynur svo á barninu, og það eru kannski fjögur, fimm, sex börn í rölunni nú þegar, þannig að það er ekkert undarlegt, lendi þetta á líkama barns að illa fari.“ Rólurnar eru löglegar samkvæmt núgildandi stöðlum en Herdís segir með öllu óásættanlegt að leiktæki geti valdið alvarlegum slysum á börnum eða jafnvel dauðaslysum. Hún hefur sent athugasemdir til evrópskrar nefndar sem er að endurskoða staðla yfir sambærilegar rólur. „Þetta fór alla leið inn í kerfið og það er verið að skoða þetta. Ég veit að það liggur fyrir mjög harðort bréf frá Svíum um að þessu verði breytt.“
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira