Var sagt upp þjónustu og sett í algjöra óvissu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2015 07:00 Aileen fylltist kvíða þegar henni var tilkynnt að það væri verið að taka af henni þjónustuna og henni finnst óvissan um framhaldið óþægileg. Fréttablaðið/Anton „Það að fá stuðningsþjónustu er orðið eins og að vinna í happdrætti,“ segir Aileen Soffía Svensdóttir, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Hún hefur sjálf lögbundinn rétt á stuðningsþjónustu frá Reykjavíkurborg en hefur eingöngu fengið hana í rúma átta mánuði á síðastliðnum þremur árum. Í Fréttablaðinu í síðustu viku kom fram að fimm hundruð manns séu á biðlista eftir stuðningsþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Nafn Aileen mun bætast við á listann í næstu viku. „Ég fékk þjónustu í rúman mánuð árið 2013, en missti hana svo. Í janúar síðastliðnum fékk ég loksins aftur þjónustu eftir tveggja ára bið, en ég mun missa hana í næstu viku. Ég fékk símtal í sumar þar sem mér var sagt að það væri verið að taka af mér þjónustuna því það væru ekki til peningar og manneskjan væri að hætta. Þetta hefur valdið mér miklum kvíða,“ segir Aileen. Þjónustan sem Aileen þarf á að halda kallast frekari liðveisla og er lögbundin þjónusta við fatlað fólk. Þjónustan er í formi stuðnings til daglegs lífs sem á að efla sjálfstæði og mæta þörfum hvers og eins. Hún getur snúist um aðstoð við skipulag á heimili, innkaup, eldamennsku, læknisheimsóknir og svo framvegis. Aileen fékk stuðning heim einu sinni í viku. „Ég er með umsókn samþykkta frá borginni og hef lögbundinn rétt á þessari þjónustu. Ég, og fjölmargir aðrir, fæ bara svarið að það séu ekki til peningar. Það á ekki að koma mér við, eða öðru fötluðu fólki, hvernig sveitarfélagið skipuleggur fjármál sín. Svo er sagt að það þurfi að skoða málin og taka þetta í skrefum. En það á ekkert að þurfa að skoða þetta eða taka í skrefum. Þetta er ekki flókið, þetta er okkar réttur.“ Aileen segir þetta ástand fara illa í mjög marga og að hætta sé á að fólk einangrist. „Það geta skapast ný vandamál og stærri. Í stað þess að efla fólk er hætta á að það sé brotið niður. Maður missir alla trú á kerfið og nú er ég sett enn einu sinni í óvissu, sem er óþægilegt. Ör starfsmannaskipti eru líka erfið upp á traustið. Þar að aukitekur á að vera alltaf að hringja á skrifstofuna og minna á sig. Ég hef fengið mig fullsadda af þessu og ákvað að fá mér réttindagæslumann út af málinu og er þessa dagana að íhuga mín réttindi.“Mörg mál liggja á borði réttindagæslumanna „Það er mjög alvarlegt að fatlað fólk þurfi að fara í málsóknir til að fá lögbundna þjónustu,“ segir Auður Finnbogadóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Reykjavík. Auður segir nýfallinn dóm um túlkaþjónustu vera fordæmi en þar er sagt að stjórnarskrárvarinn réttur til þjónustu sé fjárlögum æðri. Auður segir sum mál vera kæranleg í úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála en aðrir séu að íhuga einkamálssóknir. „Á mörgum stöðum er þörfin mjög mikil. Málið er einfalt. Fólk á rétt á aðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi.“ Tengdar fréttir Máli Snædísar ekki áfrýjað: Fullnaðarsigur í gífurlega fordæmisgefandi máli Lögmaður segir mál Snædísar Ránar Hjartardóttur ekkert jaðartilfelli enda strandi mannréttindi ekki á fjárlögum. 22. júlí 2015 13:56 Þriðjungur þeirra sem þurfa stuðningsþjónustu í Reykjavík á biðlista Fimm hundruð eru á biðlista eftir stuðningsþjónustu í Reykjavík. Erfitt er að fá sérhæft starfsfólk til að sinna málaflokknum. Sjálfstæðismenn vilja gera þjónustuna að bundnum lið líkt og húsaleigubætur og bjóða hana út til ein 29. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Það að fá stuðningsþjónustu er orðið eins og að vinna í happdrætti,“ segir Aileen Soffía Svensdóttir, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Hún hefur sjálf lögbundinn rétt á stuðningsþjónustu frá Reykjavíkurborg en hefur eingöngu fengið hana í rúma átta mánuði á síðastliðnum þremur árum. Í Fréttablaðinu í síðustu viku kom fram að fimm hundruð manns séu á biðlista eftir stuðningsþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Nafn Aileen mun bætast við á listann í næstu viku. „Ég fékk þjónustu í rúman mánuð árið 2013, en missti hana svo. Í janúar síðastliðnum fékk ég loksins aftur þjónustu eftir tveggja ára bið, en ég mun missa hana í næstu viku. Ég fékk símtal í sumar þar sem mér var sagt að það væri verið að taka af mér þjónustuna því það væru ekki til peningar og manneskjan væri að hætta. Þetta hefur valdið mér miklum kvíða,“ segir Aileen. Þjónustan sem Aileen þarf á að halda kallast frekari liðveisla og er lögbundin þjónusta við fatlað fólk. Þjónustan er í formi stuðnings til daglegs lífs sem á að efla sjálfstæði og mæta þörfum hvers og eins. Hún getur snúist um aðstoð við skipulag á heimili, innkaup, eldamennsku, læknisheimsóknir og svo framvegis. Aileen fékk stuðning heim einu sinni í viku. „Ég er með umsókn samþykkta frá borginni og hef lögbundinn rétt á þessari þjónustu. Ég, og fjölmargir aðrir, fæ bara svarið að það séu ekki til peningar. Það á ekki að koma mér við, eða öðru fötluðu fólki, hvernig sveitarfélagið skipuleggur fjármál sín. Svo er sagt að það þurfi að skoða málin og taka þetta í skrefum. En það á ekkert að þurfa að skoða þetta eða taka í skrefum. Þetta er ekki flókið, þetta er okkar réttur.“ Aileen segir þetta ástand fara illa í mjög marga og að hætta sé á að fólk einangrist. „Það geta skapast ný vandamál og stærri. Í stað þess að efla fólk er hætta á að það sé brotið niður. Maður missir alla trú á kerfið og nú er ég sett enn einu sinni í óvissu, sem er óþægilegt. Ör starfsmannaskipti eru líka erfið upp á traustið. Þar að aukitekur á að vera alltaf að hringja á skrifstofuna og minna á sig. Ég hef fengið mig fullsadda af þessu og ákvað að fá mér réttindagæslumann út af málinu og er þessa dagana að íhuga mín réttindi.“Mörg mál liggja á borði réttindagæslumanna „Það er mjög alvarlegt að fatlað fólk þurfi að fara í málsóknir til að fá lögbundna þjónustu,“ segir Auður Finnbogadóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Reykjavík. Auður segir nýfallinn dóm um túlkaþjónustu vera fordæmi en þar er sagt að stjórnarskrárvarinn réttur til þjónustu sé fjárlögum æðri. Auður segir sum mál vera kæranleg í úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála en aðrir séu að íhuga einkamálssóknir. „Á mörgum stöðum er þörfin mjög mikil. Málið er einfalt. Fólk á rétt á aðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi.“
Tengdar fréttir Máli Snædísar ekki áfrýjað: Fullnaðarsigur í gífurlega fordæmisgefandi máli Lögmaður segir mál Snædísar Ránar Hjartardóttur ekkert jaðartilfelli enda strandi mannréttindi ekki á fjárlögum. 22. júlí 2015 13:56 Þriðjungur þeirra sem þurfa stuðningsþjónustu í Reykjavík á biðlista Fimm hundruð eru á biðlista eftir stuðningsþjónustu í Reykjavík. Erfitt er að fá sérhæft starfsfólk til að sinna málaflokknum. Sjálfstæðismenn vilja gera þjónustuna að bundnum lið líkt og húsaleigubætur og bjóða hana út til ein 29. ágúst 2015 09:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Máli Snædísar ekki áfrýjað: Fullnaðarsigur í gífurlega fordæmisgefandi máli Lögmaður segir mál Snædísar Ránar Hjartardóttur ekkert jaðartilfelli enda strandi mannréttindi ekki á fjárlögum. 22. júlí 2015 13:56
Þriðjungur þeirra sem þurfa stuðningsþjónustu í Reykjavík á biðlista Fimm hundruð eru á biðlista eftir stuðningsþjónustu í Reykjavík. Erfitt er að fá sérhæft starfsfólk til að sinna málaflokknum. Sjálfstæðismenn vilja gera þjónustuna að bundnum lið líkt og húsaleigubætur og bjóða hana út til ein 29. ágúst 2015 09:00