Innlent

Fjármagn tryggt fyrir 2300 félagslegar íbúðir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra.
Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Vísir/Ernir Eyjólfsson
Búið er að tryggja fjármögnun til byggingar 2.300 félagslegra íbúða á næstu fjórum árum. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, segir að íbúðirnar munu vera í anda samkomulagsins sem gert var við aðila vinnumarkaðarins. "Þetta er samstarf við sveitarfélögin, það mun fara fram mat á hvar mesta þörfin sé miðað við umsóknir, svoleiðis að það má búast við því að fyrst um sinn verði mest á höfuðborgarsvæðinu," segir Matthías.

Samkvæmt samkomulaginu verða að hámarki 600 íbúðir byggðar á ári. Að því loknu verður metin þörf á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis, meðal annars að teknu tilliti til stöðu opinberra fjármála. Áhersla verður lögð á að íbúðir verði af hóflegri stærð og að tryggð verði félagsleg blöndun í leiguíbúðunum.

Hér má lesa yfirlýsingu stjórnvalda um húsnæðismál í heild sinni frá því í maí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×