Innlent

Tíu leituðu á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn

Birgir Olgeirsson skrifar
Þeir sem lentu í slysinu hlutu allir minniháttar áverka.
Þeir sem lentu í slysinu hlutu allir minniháttar áverka. Vísir/Pjetur
Tíu leituðu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að tveir bílar skullu saman, lítil rúta og Yaris, á Suðurlandsvegi við Rauðavatn á sjöunda tímanum í kvöld. Allir hlutu þeir minniháttar áverka og því fór betur en á horfðist.

Mikill viðbúnaður var vegna málsins og fjöldi bíla lögreglu og sjúkraliðs sent á vettvang. Var veginum lokað í báðar áttir en var opnaður aftur á níunda tímanum í kvöld.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×