Innlent

Fjöldi slasaður eftir umferðarslys

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir
Umferðarslys var nú á sjöunda tímanum þegar tveir bílar skullu saman á Suðurlandsvegi við Rauðavatn.

Að sögn slökkviliðsins slasaðist „einhver fjöldi“ en enginn er þó talinn alvarlega slasaður. Margir farþegar voru í öðrum bílnum.

Mikill viðbúnaður var vegna málsins og fjöldi bíla lögreglu og sjúkraliðs sent á vettvang.  

Vegi hefur verið lokað í báðar áttir og má reikna með lokun í um klukkutíma. Hjáleið verður um Hafravatnsveg meðan á lokuninni stendur. Að sögn sjónarvotta hefur myndast löng bílaröð og ökumenn mega því búast við einhverjum töfum.

Lítið er vitað að svo stöddu en fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast. 

 

Uppfært klukkan 20:35

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur opnað Suðurlandsveg.

Búið er að opna Suðurlandsveg í kjölfar slyss sem varð þar fyrr í kvöld.

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, September 7, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×