Gunnar Karl leiðir nýnorrænan veitingastað Claus Meyer í New York Stefán Árni Pálsson skrifar 8. september 2015 21:00 Gunnar Karl Gíslason vísir Danski matreiðslufrumkvöðullinn Claus Meyer tilkynnir með stolti að kokkurinn Gunnar Karl Gíslason muni taka stöðu yfirkokks á veitingastað hans í New York sem opnar snemma á næsta ári. Veitingastaðurinn er hluti af 460 fermetra matarmarkað í Grand Central Terminal. Gunnar er oftast nær kenndur við margrómaðan veitingastað sinn Dill í Reykjavík. „Forvitna eðli Gunnars og hans aðferðir við að endurvekja gamlar hefðir, matreiðsluaðferðir og auga hans fyrir óspilltu hráefni smellpassar við sýn þessa nýja veitingastaðar. Sýn og markmið veitingastaðarins er að vera með eldhús með norrænu yfirbragði sem er bæði hreint, heilnæmt og sótt í nánasta umhverfi okkar,“ segir Meyer. Matseðill veitingastaðarins verður gegnsýrður af hinni norrænu heimspeki, aðgengilegur öllum og mun einkennast af einföldum, hreinlegum og skapandi réttum þar sem meginhráefnin standa uppúr. „Ég hlakka til að kanna ný matargerðarsvæði og að skora á sjálfan mig í að heimfæra hið nýnorræna eldhús í bandarískt samhengi,“ segir Gunnar. „Lögmál heimspeki hins nýnorræna eldhúss má heimfæra allsstaðar þar sem þau snúast um að uppgötva náttúruna frá eigin hendi.“ Gunnar mun vinna með bestu fáanlegu og mest sérkennandi afurðirnar sem New York-fylki hefur að bjóða í náinni samvinnu við handverksbændur og birgja úr fylkinu. Hann mun þó taka með sér hráefni uppruninn frá Norðurlöndunum; jafnvel íslenskt söl eða finnska sveppi og mun sömuleiðis nota fornar norrænar aðferðir eins og söltun, pæklun og reyk.Kynnir norrænar bragðtegundir Samhliða veitingastaðnum mun matarmarkaðurinn kynna norrænar bragðtegundir fyrir íbúum New York í fimm mismunandi lystihúsum og bar þar sem boðið verður upp á allt frá norrænum bakstri, fullkorna brauðum, léttristuðu kaffi, nútímalegum pylsum, súpum, salötum, grautum og kokteilum. Claus Meyer hyggur einnig á að rækta ger frá dönsku eyjunni Lilleø, mjólkursýrugerla til þess að framleiða mjólkurafurðir að skandínavískum hætti og flytja inn og rækta norrænt korn og fræ í bandarískum jarðvegi. Sýnin er ekki sú að flytja inn matarmenningu í heild sinni, öllu er hún að sökkva sér og búa til eitthvað nýtt. Hinn margrómaði veitingastaður Gunnars, Dill, hefur getið sér gott orð hérlendis sem og erlendis. Núverandi samstarfsmaður Gunnars til margra ára, Ragnar Eiríksson, mun taka við eldhúsi Dill en Gunnar mun halda sinni sterku aðild. Veitingastaðurinn og matarmarkaðurinn verður opnaður snemma árið 2016 á Grand Central Terminal. Gunnar mun flytja til New York í byrjun janúar á næsta ári og mun eiginkona hans og börn fylgja honum um sumarið 2016. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Danski matreiðslufrumkvöðullinn Claus Meyer tilkynnir með stolti að kokkurinn Gunnar Karl Gíslason muni taka stöðu yfirkokks á veitingastað hans í New York sem opnar snemma á næsta ári. Veitingastaðurinn er hluti af 460 fermetra matarmarkað í Grand Central Terminal. Gunnar er oftast nær kenndur við margrómaðan veitingastað sinn Dill í Reykjavík. „Forvitna eðli Gunnars og hans aðferðir við að endurvekja gamlar hefðir, matreiðsluaðferðir og auga hans fyrir óspilltu hráefni smellpassar við sýn þessa nýja veitingastaðar. Sýn og markmið veitingastaðarins er að vera með eldhús með norrænu yfirbragði sem er bæði hreint, heilnæmt og sótt í nánasta umhverfi okkar,“ segir Meyer. Matseðill veitingastaðarins verður gegnsýrður af hinni norrænu heimspeki, aðgengilegur öllum og mun einkennast af einföldum, hreinlegum og skapandi réttum þar sem meginhráefnin standa uppúr. „Ég hlakka til að kanna ný matargerðarsvæði og að skora á sjálfan mig í að heimfæra hið nýnorræna eldhús í bandarískt samhengi,“ segir Gunnar. „Lögmál heimspeki hins nýnorræna eldhúss má heimfæra allsstaðar þar sem þau snúast um að uppgötva náttúruna frá eigin hendi.“ Gunnar mun vinna með bestu fáanlegu og mest sérkennandi afurðirnar sem New York-fylki hefur að bjóða í náinni samvinnu við handverksbændur og birgja úr fylkinu. Hann mun þó taka með sér hráefni uppruninn frá Norðurlöndunum; jafnvel íslenskt söl eða finnska sveppi og mun sömuleiðis nota fornar norrænar aðferðir eins og söltun, pæklun og reyk.Kynnir norrænar bragðtegundir Samhliða veitingastaðnum mun matarmarkaðurinn kynna norrænar bragðtegundir fyrir íbúum New York í fimm mismunandi lystihúsum og bar þar sem boðið verður upp á allt frá norrænum bakstri, fullkorna brauðum, léttristuðu kaffi, nútímalegum pylsum, súpum, salötum, grautum og kokteilum. Claus Meyer hyggur einnig á að rækta ger frá dönsku eyjunni Lilleø, mjólkursýrugerla til þess að framleiða mjólkurafurðir að skandínavískum hætti og flytja inn og rækta norrænt korn og fræ í bandarískum jarðvegi. Sýnin er ekki sú að flytja inn matarmenningu í heild sinni, öllu er hún að sökkva sér og búa til eitthvað nýtt. Hinn margrómaði veitingastaður Gunnars, Dill, hefur getið sér gott orð hérlendis sem og erlendis. Núverandi samstarfsmaður Gunnars til margra ára, Ragnar Eiríksson, mun taka við eldhúsi Dill en Gunnar mun halda sinni sterku aðild. Veitingastaðurinn og matarmarkaðurinn verður opnaður snemma árið 2016 á Grand Central Terminal. Gunnar mun flytja til New York í byrjun janúar á næsta ári og mun eiginkona hans og börn fylgja honum um sumarið 2016.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira