Innlent

Vilja gjaldfrjálsan grunnskóla

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Barnaheill - Save the Children á Íslandi vilja gjaldfrjálsan grunnskóla hér á landi. Samtökin hafa sent bréf á þingmenn og sveitarstjórnir um land allt. Þar er skorað á alla aðkomandi aðila til að „tryggja börnum rétt sinn til að stunda grunnnám án endurgjalds“.

Þá vilja samtökin að óheimilt verði að krefja foreldra um innkaup á gögnum eða greiðslu vegna gagna sem nota á vegna skólagöngu eða aðra starfsemi á vegum skóla.

Í áskoruninni segir að öll börn eigi rétt á grunnmentun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest þennan sáttmála. Þar segir einnig að ekki megi mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða foreldra.

Áskorun samtakanna í heild sinni má sjá hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×