Innlent

Tvær fjölmennustu sumarhúsabyggðirnar eru á Suðurlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Í árslok 2013 voru 2.642 skráð sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi, eða 21% allra sumarhúsa á landinu og 41% allra sem eru skráð á Suðurland.
Í árslok 2013 voru 2.642 skráð sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi, eða 21% allra sumarhúsa á landinu og 41% allra sem eru skráð á Suðurland. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Af þeim fimm sveitarfélögum þar sem er að finna flest sumarhús eru þau tvö fjölmennustu á Suðurlandi. Um er að ræða Grímsnes- og Grafningshrepp (21%) auk Bláskógabyggðar (15%). Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um þróun skráðra sumarhúsa frá 1997 til 2013.

Næst kemur Borgarbyggð (10%) og þar á eftir eru Kjósarhreppur (4%) og Skorradalshreppur (4%). Grímsnes-og Grafningshreppur og Bláskógabyggð bera höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á Suðurlandi og á landinu öllu með fjölda skráðra sumarhúsa.

Saman eru þessi tvö sveitarfélög með 70% af öllum sumarhúsum á Suðurlandi og 36% á landsvísu. Næst þeim á Suðurlandi koma Rangárþingin tvö og Hrunamannahreppur. 

Hér er hægt að lesa skýrslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (PDF).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×