Skosku ævintýramennirnir reyndust bjargvættir feðga á ferð Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2015 15:30 Hér má sjá Skotana gera sig klára fyrir dekkjaskiptin á bíl feðganna síðastliðinn miðvikudag. Vísir Skosku ævintýramennirnir sem bökuðu sér miklar óvinsældir með því að birta uppstilltar myndir sem gáfu til kynna að þeir hefðu ekið utan vegar um hálendi Íslands, meðal annars í Holuhrauni, reyndust bjargvættir Gylfa Guðmundssonar og sona hans. Gylfi hafði farið ásamt sonum sínum, 16 og 17 ára, að skoða Holuhraun. Þeir höfðu gist í skálanum Dreka í Drekagili og skoðað Öskju síðastliðinn miðvikudag í miklum kulda og rigningu. Á veginum í áttina að Kárahnjúkum sprakk dekk jeppans sem þeir voru á. „Ég hafði aldrei skipt um dekk á þessu og var að reyna að átta mig hvernig ég ætti að snúa mér í þessu. Það var þarna tjakkur sem ég kunni varla á eða neitt. Ég stoppaði annan mann þarna hann sagðist nú ekkert hafa neina reynslu í að hjálpa mér,“ segir Gylfi. Þegar þarna var komið við sögu var komið fram á kvöld á þessum miðvikudegi en í þann munn stöðva skosku ævintýramennirnir hjá þeim.Kaldir og hraktir „Við vorum allir kaldir og hraktir,“ segir Gylfi um sig og syni hans. „Þeir hentu mér inn í bíl hjá sér og settu miðstöðina af stað og svo var bara eins og maður væri staddur í formúlunni. Þeir skiptu um dekkið á skömmum tíma og unnu mjög vel til verka og voru hinir vingjarnlegustu í viðmóti og liðlegheitum. Þeir björguðu mér alveg,“ segir Gylfi. Hann segir fregnir af utanvegaakstri Skotanna hafa komið sér á óvart, sér í lagi fregnir um að þeir hefðu ekið lengst inn í Holuhraun, en síðar kom í ljós að þeir höfðu sviðsett myndir sem áttu að líta út fyrir að þeir hefðu ekið þá leið. „Ég var nýkominn frá hrauninu og það er enginn sem keyrir inn á það. Það var varla hægt að ganga á þessu, þetta er ómeðfærilegt.“Brutu ekki lögFréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá því í gær að rannsókn lögreglunnar á Húsavík hefði leitt í ljós að skosku ævintýramennirnir óku ekki um hálendið heldur birtu uppstilltar myndir sem orkuðu tvímælis. Myndirnar höfðu þeir birt á vefnum Operation-ragnarok.co.uk en lögreglan fór fram á þær yrðu fjarlægðar af þeim vef. Yfirlýst markmið leiðangurs þeirra var að keyra upp á fimm íslensks eldfjöll. Eftir að hafa birt myndirnar á vefsíðunni voru þeir gagnrýndir harðlega og gáfu sig sjálfir fram við lögregluna á Húsavík en RÚV hafði eftir embættinu að þeir hefðu ekki brotið lög með þessu framferði sínu en voru engu að síður beðnir um að fjarlægja myndirnar. Var það gert svo að þeir sem skoða vefsíðuna dragi ekki rangar ályktanir af þeim og haldi að utanvegaakstur á Íslandi sé leyfilegur. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Skosku ævintýramennirnir sem bökuðu sér miklar óvinsældir með því að birta uppstilltar myndir sem gáfu til kynna að þeir hefðu ekið utan vegar um hálendi Íslands, meðal annars í Holuhrauni, reyndust bjargvættir Gylfa Guðmundssonar og sona hans. Gylfi hafði farið ásamt sonum sínum, 16 og 17 ára, að skoða Holuhraun. Þeir höfðu gist í skálanum Dreka í Drekagili og skoðað Öskju síðastliðinn miðvikudag í miklum kulda og rigningu. Á veginum í áttina að Kárahnjúkum sprakk dekk jeppans sem þeir voru á. „Ég hafði aldrei skipt um dekk á þessu og var að reyna að átta mig hvernig ég ætti að snúa mér í þessu. Það var þarna tjakkur sem ég kunni varla á eða neitt. Ég stoppaði annan mann þarna hann sagðist nú ekkert hafa neina reynslu í að hjálpa mér,“ segir Gylfi. Þegar þarna var komið við sögu var komið fram á kvöld á þessum miðvikudegi en í þann munn stöðva skosku ævintýramennirnir hjá þeim.Kaldir og hraktir „Við vorum allir kaldir og hraktir,“ segir Gylfi um sig og syni hans. „Þeir hentu mér inn í bíl hjá sér og settu miðstöðina af stað og svo var bara eins og maður væri staddur í formúlunni. Þeir skiptu um dekkið á skömmum tíma og unnu mjög vel til verka og voru hinir vingjarnlegustu í viðmóti og liðlegheitum. Þeir björguðu mér alveg,“ segir Gylfi. Hann segir fregnir af utanvegaakstri Skotanna hafa komið sér á óvart, sér í lagi fregnir um að þeir hefðu ekið lengst inn í Holuhraun, en síðar kom í ljós að þeir höfðu sviðsett myndir sem áttu að líta út fyrir að þeir hefðu ekið þá leið. „Ég var nýkominn frá hrauninu og það er enginn sem keyrir inn á það. Það var varla hægt að ganga á þessu, þetta er ómeðfærilegt.“Brutu ekki lögFréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá því í gær að rannsókn lögreglunnar á Húsavík hefði leitt í ljós að skosku ævintýramennirnir óku ekki um hálendið heldur birtu uppstilltar myndir sem orkuðu tvímælis. Myndirnar höfðu þeir birt á vefnum Operation-ragnarok.co.uk en lögreglan fór fram á þær yrðu fjarlægðar af þeim vef. Yfirlýst markmið leiðangurs þeirra var að keyra upp á fimm íslensks eldfjöll. Eftir að hafa birt myndirnar á vefsíðunni voru þeir gagnrýndir harðlega og gáfu sig sjálfir fram við lögregluna á Húsavík en RÚV hafði eftir embættinu að þeir hefðu ekki brotið lög með þessu framferði sínu en voru engu að síður beðnir um að fjarlægja myndirnar. Var það gert svo að þeir sem skoða vefsíðuna dragi ekki rangar ályktanir af þeim og haldi að utanvegaakstur á Íslandi sé leyfilegur.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira