Innlent

„Vonandi fá þær einhvern tímann svör við þessum spurningum“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Áfram stelpur,“ segja leikmenn 5. flokks hjá FH.
"Áfram stelpur,“ segja leikmenn 5. flokks hjá FH.
Leikmenn 5. flokks kvenna í knattspyrnu hjá FH spyrja spurninga í nýju myndbandi sem nú ferðast á milli fólks á Facebook. Boðskapurinn er einfaldur. Af hverju njóta stelpur ekki sömu réttinda og strákar þegar kemur að íþróttum?

Ebba Særún Brynjarsdóttir er meðal þeirra sem deilir myndbandinu á Fésbókinni en hún á tvær dætur í flokknum. Hún segir dætur sínar og stelpurnar í liðinu hafa átt hugmyndina sjálfar og fengu þær litla bróður í lið með sér.

Segist Ebba Særún vonast til þess að dætur sínar og liðsfélagar þeirra fái einhvern tímann svör við þessum spurningum. Greinilegt er að stelpurnar ætla sér stóra hluti í fótboltanum en liðið vann meðal annars til verðlauna á Símamótinu fyrr í sumar.

Reikna má með að sumar séu farnar að hugsa um atvinnumannadrauminn ef marka má spurningar þeirra. Meðal spurninga sem þær spyrja eru:



  • Af hverju mætir fleira fólk á strákaleiki en stelpuleiki?
  • Af hverju fá strákar mikið stærri bikara heldur en stelpur?
  • Af fá strákar betri samninga heldur en stelpur?
  • Af hverju eru alltaf strákaleikir sýndir í sjónvarpinu en ekki stelpuleikir?
  • Af hverju eru alltaf strákar krýndir íþróttamaður ársins en ekki stelpur?
  • Af hverju fá strákar betri laun en stelpur í fótbolta?
 

„Við erum ekkert verri en þeir í boltanum,“ segir einn leikmaðurinn áður en skýr skilaboð eru send: „Áfram stelpur!“

Dætur mínar tvær og liðið sem þær spila með í 5fl kvk FH ákváðu að búa til myndband.Hugmyndin var algerlega þeirra og þæ...

Posted by Ebba Særún Brynjarsdóttir on Friday, August 21, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×