Óttast ekki hótanir um rassskelli Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2015 11:00 Kathrine Switzer ætlar að hlaupa Bostonmaraþonið eftir tvö ár en þá verða fimmtíu ár liðin frá því að hún hljóp fyrst. Þá verður hún sjötug. Fréttablaðið/Ernir Síðustu daga hefur afrek maraþonkonunnar verið rifjað upp í fjölmiðlum enda er hún stödd hér á landi til að ræsa hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Það eru 48 ár síðan hún skráði sig í Bostonmaraþonið og hljóp það til enda en samkvæmt reglum var hlaupið eingöngu fyrir karla. Stjórnandi reyndi að rífa skráningarnúmerið af baki hennar á meðan hún var á hlaupum og þátttaka hennar í hlaupinu vakti mikil viðbrögð, til að mynda sagði yfirmaður íþróttasambandsins að hann myndi rassskella hana ef hún væri dóttir hans. En vegna umræðunnar var reglunum breytt fimm árum síðar og konum leyft að taka þátt í hlaupinu. Baráttu Kathrine var þó hvergi nærri lokið. Hún hefur í raun starfað við það alla tíð að fá konur til að hlaupa, fá stjórnendur íþróttasambanda til að halda maraþon fyrir konur og á níunda áratugnum var kvennamaraþon loksins samþykkt sem ólympíugrein, sem er ekki síst góðu starfi Kathrine að þakka. En af hverju er svona mikilvægt að fá konur til að hlaupa? „Hlaup eru mikilvægur liður í jafnréttisbaráttunni sem lýkur aldrei. Í raun snýst þetta ekki um hlaupin sjálf heldur að breyta lífi kvenna. Hlaup eru nefnilega svo valdeflandi. Og þegar konur gera eitthvað valdeflandi fá þær styrk, hugrekki og aukna trú á sjálfar sig. Það hjálpar þeim að taka næsta skref áfram í lífinu. Þannig að mín vinna í gegnum tíðina hefur verið að búa til tækifæri fyrir konur til þess að hlaupa – í þeirri von að það veiti þeim aukinn kraft í alls kyns annarri baráttu.“Allir jafnir í hlaupumEn af hverju hlaup frekar en einhver önnur íþrótt? „Í fyrsta lagi eru hlaup mjög ódýr hreyfing. Þess vegna er auðvelt og aðgengilegt að byrja að hlaupa. Allir geta hlaupið sem hafa líkamlega getu til þess. Í öðru lagi skiptir félagslegur og efnahagslegur bakgrunnur engu máli þegar það kemur að hlaupum. Þegar ég byrjaði að hlaupa, millistéttarháskólastúlkan, þá hljóp ég með bréfberanum og píparanum. Það var enginn munur á okkur. Öðru máli gegnir um til dæmis golf, skíði og tennis. Þar þarf pening, flutning, búnað og þjálfun til að verða mjög góður. Í þriðja lagi eru það áhrifin sem hlaupin hafa á mann. Endorfínið flæðir um líkamann og taktur hreyfingarinnar verður að einhvers konar hugleiðslu. Þegar maður klárar hlaup fær maður á tilfinninguna að maður geti allt og ekkert stoppi mann. Maður getur litið til baka og séð árangurinn svo skýrt, leiðina sem maður hljóp, tíu kílómetrana eða hringinn í kringum hverfið. Þá líður manni eins og sigurvegara.“Legið dettur ekki úr konum Kathrine hefur ekki svörin á reiðum höndum þegar blaðamaður spyr af hverju í ósköpunum það hafi verið svona mikil mótstaða gegn hlaupum kvenna. „Er það ekki skrýtið?“ spyr hún og segist eingöngu geta getið sér til um ástæðurnar. „Ég held að það sé vegna þess að þetta hafði alltaf verið veldi karlanna. Að hlaupa, að svitna og púla. Að gera eitthvað erfitt – því að maraþonhlaup er langt frá því að vera auðvelt. Einnig held ég að það hafi átt að passa konurnar, að þær myndu ekki meiða sig því þær áttu að vera svo viðkvæmar og brothættar. Karlarnir vildu stjórna og vernda. Einhverjir héldu því fram að legið myndi detta úr þeim,“ bætir hún við hlæjandi.Kathrine talaði við íslenskar konur á ráðstefnu sem haldin var á fimmtudaginn í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvennavisir/gvaHjálpum systrum okkar Í dag er öldin önnur. Hlaupasaga kvenna er í raun orðin ansi löng og góð á eingöngu fimmtíu árum. En þarf að berjast meira? Eru ekki allar konur hlaupandi úti um allar trissur? „Jú, hér á Íslandi, þar sem jafnréttið var nú næstum því fundið upp,“ segir Kathrine brosandi. „En mig langar samt að segja við íslenskar konur að þær geta náð miklu meiri árangri en þær halda og biðja þær um að halda áfram veginn. Svo vil ég líka segja þeim að þær eiga fullt af systrum úti um allan heim sem þurfa á hjálp þeirra að halda. Við eigum mikla vinnu fyrir höndum á alþjóðavettvangi, í Mið-Austurlöndum og Afríku til dæmis. Þar er minn fókus þessa dagana.“ Kathrine hefur stofnað sjóð sem ber nafnið 261 Óttalaus en Kathrine var með númerið 261 í fyrsta maraþonhlaupinu. „Sjóðurinn hefur það markmið að efla konur frá þessum svæðum í gegnum hlaup. Þetta eru konur sem fá enga menntun og mega varla fara út úr húsi. Ef þær fá að hlaupa og við náum að efla þær með því þá geta þær kannski breytt innviðum lífs síns. Styrkt stöðu sínu.“ Kathrine hefur verið í Kenía og séð áhrifin af hlaupum þar. „Í Kenía eru konur annars eða þriðja flokks borgarar með gífurlega lítil réttindi. Þær eignast mörg börn, deyja oft ungar og vinna hörðum höndum allt sitt líf án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Svo byrjuðu konur að hlaupa í Kenía og þær urðu mjög góðar. Þær fóru að vinna peningaverðlaun, koma með peningana inn í landið og byggja upp skóla og heilsugæslustöðvar. Hinar konurnar litu til þeirra og hugsuðu: „Vá, þetta gerði hún með því að setja annan fótinn fram fyrir hinn.“ Þannig fengu þær virðingu og viðurkenningu og um leið bættu þær samfélagið – stundum geta mjög einfaldir hlutir breytt heilu samfélagi.“Er ennþá „óþekk“ Kathrine þurfti mikinn kjark til að klára Bostonmaraþonið fyrir tæpum fimmtíu árum þegar reynt var stöðva þátttöku hennar. Enn í dag þarf hún að herða upp hugann í verkefnum sínum og blaðamaður spyr hana hvort enn sé verið að hóta því að rassskella hana. Kathrine hlær dátt. „Tja, samkvæmt skilningi þess sem hótaði að rassskella mig á sínum tíma þá er ég örugglega enn þá óþekk,“ segir hún í gamansömum tón. „Nei, án gríns þá myndu örugglega margir frá þessum slóðum, sem ég einbeiti mér að núna, segja að ég væri mjög óþekk. Maðurinn minn er búinn að biðja mig um að vera varkára í þessum verkefnum mínum. En ég hef verið í erfiðum aðstæðum áður og ætla ekki að byrja að missa kjarkinn núna, að nálgast sjötugt.“Kathrine í Bostonmaraþoninu árið 1967. Þegar það komst upp að kona væri á hlaupabrautinni tóku stjórnendur til sinna ráða. Hér er reynt að rífa af henni númerið en Kathrine hljóp áfram. Hún hugsaði með sér að ef hún gæfist upp fengju konur aldrei að hlaupa maraþon. Það fyllti hana krafti. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Síðustu daga hefur afrek maraþonkonunnar verið rifjað upp í fjölmiðlum enda er hún stödd hér á landi til að ræsa hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Það eru 48 ár síðan hún skráði sig í Bostonmaraþonið og hljóp það til enda en samkvæmt reglum var hlaupið eingöngu fyrir karla. Stjórnandi reyndi að rífa skráningarnúmerið af baki hennar á meðan hún var á hlaupum og þátttaka hennar í hlaupinu vakti mikil viðbrögð, til að mynda sagði yfirmaður íþróttasambandsins að hann myndi rassskella hana ef hún væri dóttir hans. En vegna umræðunnar var reglunum breytt fimm árum síðar og konum leyft að taka þátt í hlaupinu. Baráttu Kathrine var þó hvergi nærri lokið. Hún hefur í raun starfað við það alla tíð að fá konur til að hlaupa, fá stjórnendur íþróttasambanda til að halda maraþon fyrir konur og á níunda áratugnum var kvennamaraþon loksins samþykkt sem ólympíugrein, sem er ekki síst góðu starfi Kathrine að þakka. En af hverju er svona mikilvægt að fá konur til að hlaupa? „Hlaup eru mikilvægur liður í jafnréttisbaráttunni sem lýkur aldrei. Í raun snýst þetta ekki um hlaupin sjálf heldur að breyta lífi kvenna. Hlaup eru nefnilega svo valdeflandi. Og þegar konur gera eitthvað valdeflandi fá þær styrk, hugrekki og aukna trú á sjálfar sig. Það hjálpar þeim að taka næsta skref áfram í lífinu. Þannig að mín vinna í gegnum tíðina hefur verið að búa til tækifæri fyrir konur til þess að hlaupa – í þeirri von að það veiti þeim aukinn kraft í alls kyns annarri baráttu.“Allir jafnir í hlaupumEn af hverju hlaup frekar en einhver önnur íþrótt? „Í fyrsta lagi eru hlaup mjög ódýr hreyfing. Þess vegna er auðvelt og aðgengilegt að byrja að hlaupa. Allir geta hlaupið sem hafa líkamlega getu til þess. Í öðru lagi skiptir félagslegur og efnahagslegur bakgrunnur engu máli þegar það kemur að hlaupum. Þegar ég byrjaði að hlaupa, millistéttarháskólastúlkan, þá hljóp ég með bréfberanum og píparanum. Það var enginn munur á okkur. Öðru máli gegnir um til dæmis golf, skíði og tennis. Þar þarf pening, flutning, búnað og þjálfun til að verða mjög góður. Í þriðja lagi eru það áhrifin sem hlaupin hafa á mann. Endorfínið flæðir um líkamann og taktur hreyfingarinnar verður að einhvers konar hugleiðslu. Þegar maður klárar hlaup fær maður á tilfinninguna að maður geti allt og ekkert stoppi mann. Maður getur litið til baka og séð árangurinn svo skýrt, leiðina sem maður hljóp, tíu kílómetrana eða hringinn í kringum hverfið. Þá líður manni eins og sigurvegara.“Legið dettur ekki úr konum Kathrine hefur ekki svörin á reiðum höndum þegar blaðamaður spyr af hverju í ósköpunum það hafi verið svona mikil mótstaða gegn hlaupum kvenna. „Er það ekki skrýtið?“ spyr hún og segist eingöngu geta getið sér til um ástæðurnar. „Ég held að það sé vegna þess að þetta hafði alltaf verið veldi karlanna. Að hlaupa, að svitna og púla. Að gera eitthvað erfitt – því að maraþonhlaup er langt frá því að vera auðvelt. Einnig held ég að það hafi átt að passa konurnar, að þær myndu ekki meiða sig því þær áttu að vera svo viðkvæmar og brothættar. Karlarnir vildu stjórna og vernda. Einhverjir héldu því fram að legið myndi detta úr þeim,“ bætir hún við hlæjandi.Kathrine talaði við íslenskar konur á ráðstefnu sem haldin var á fimmtudaginn í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvennavisir/gvaHjálpum systrum okkar Í dag er öldin önnur. Hlaupasaga kvenna er í raun orðin ansi löng og góð á eingöngu fimmtíu árum. En þarf að berjast meira? Eru ekki allar konur hlaupandi úti um allar trissur? „Jú, hér á Íslandi, þar sem jafnréttið var nú næstum því fundið upp,“ segir Kathrine brosandi. „En mig langar samt að segja við íslenskar konur að þær geta náð miklu meiri árangri en þær halda og biðja þær um að halda áfram veginn. Svo vil ég líka segja þeim að þær eiga fullt af systrum úti um allan heim sem þurfa á hjálp þeirra að halda. Við eigum mikla vinnu fyrir höndum á alþjóðavettvangi, í Mið-Austurlöndum og Afríku til dæmis. Þar er minn fókus þessa dagana.“ Kathrine hefur stofnað sjóð sem ber nafnið 261 Óttalaus en Kathrine var með númerið 261 í fyrsta maraþonhlaupinu. „Sjóðurinn hefur það markmið að efla konur frá þessum svæðum í gegnum hlaup. Þetta eru konur sem fá enga menntun og mega varla fara út úr húsi. Ef þær fá að hlaupa og við náum að efla þær með því þá geta þær kannski breytt innviðum lífs síns. Styrkt stöðu sínu.“ Kathrine hefur verið í Kenía og séð áhrifin af hlaupum þar. „Í Kenía eru konur annars eða þriðja flokks borgarar með gífurlega lítil réttindi. Þær eignast mörg börn, deyja oft ungar og vinna hörðum höndum allt sitt líf án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Svo byrjuðu konur að hlaupa í Kenía og þær urðu mjög góðar. Þær fóru að vinna peningaverðlaun, koma með peningana inn í landið og byggja upp skóla og heilsugæslustöðvar. Hinar konurnar litu til þeirra og hugsuðu: „Vá, þetta gerði hún með því að setja annan fótinn fram fyrir hinn.“ Þannig fengu þær virðingu og viðurkenningu og um leið bættu þær samfélagið – stundum geta mjög einfaldir hlutir breytt heilu samfélagi.“Er ennþá „óþekk“ Kathrine þurfti mikinn kjark til að klára Bostonmaraþonið fyrir tæpum fimmtíu árum þegar reynt var stöðva þátttöku hennar. Enn í dag þarf hún að herða upp hugann í verkefnum sínum og blaðamaður spyr hana hvort enn sé verið að hóta því að rassskella hana. Kathrine hlær dátt. „Tja, samkvæmt skilningi þess sem hótaði að rassskella mig á sínum tíma þá er ég örugglega enn þá óþekk,“ segir hún í gamansömum tón. „Nei, án gríns þá myndu örugglega margir frá þessum slóðum, sem ég einbeiti mér að núna, segja að ég væri mjög óþekk. Maðurinn minn er búinn að biðja mig um að vera varkára í þessum verkefnum mínum. En ég hef verið í erfiðum aðstæðum áður og ætla ekki að byrja að missa kjarkinn núna, að nálgast sjötugt.“Kathrine í Bostonmaraþoninu árið 1967. Þegar það komst upp að kona væri á hlaupabrautinni tóku stjórnendur til sinna ráða. Hér er reynt að rífa af henni númerið en Kathrine hljóp áfram. Hún hugsaði með sér að ef hún gæfist upp fengju konur aldrei að hlaupa maraþon. Það fyllti hana krafti.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira