Innlent

Sigríður Björk: Það er mjög erfitt að fá karlmenn til að upplifa sig þolendur

Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa
Sigríður Björk Guðjónsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.

Það vakti athygli þegar Sigríður Björk og lögreglan fóru að fjalla um mansalsmál. Þá var það eitthvað sem fólk hafði aldrei heyrt um og margir trúðu ekki að það væri til á Íslandi?

„Þetta byrjaði eiginlega þannig að þegar ég var á Ísafirði fór ég á ráðstefnu hjá öryggis og samvinnustofnun Evrópu. Þá opnuðust fyrir mér nýjar víddir. Ég sá hvað nágrannaþjóðir okkar voru að glíma við og það hlyti að vera hjá okkur líka.”

Þegar Sigríður vann hjá ríkislögreglustjóra þá vildi hún auka vitund um mansal innan embættisins.

„Við fengum til okkar erlenda sérfræðinga, héldum fundi með lögreglumönnum og þess háttar. Það reyndi kannski ekkert mikið á þetta, þetta eru svona mál, eins og fíkniefnamálin – þú þarft að fara að sækja þau, þau koma ekki til lögreglu. Þú þarft að hafa ákveðna grunnþekkingu, það þarf að þjálfa fólk og það þarf að sækja málin,” segir hún og heldur áfram.

„Það er auðvelt að afgreiða svona mál sem eitthvað annað. Um leið og ég kem á Suðurnes er það dálítið skemmtilegt embætti að því leytinu til að það er tvíþætt, það er annars vegar þjónusta við íbúana, en alþjóðaflugvöllurinn er alveg helmingurinn af starfseminni og vaxandi þáttur. Þar tengist maður þessari alþjóðlegu glæpastarfsemi.”

Vísir/Ernir
Það fyrsta sem hún gerði þegar hún kom á Suðurnes var að byrja að mennta fólk.

„Ég sá að mansal var eitthvað sem við þyrftum að þekkja og sendi meðal annars Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á námskeið. Hún var nýkomin heim þegar mansalsmálið 2009 byrjaði hjá okkur. Ég er ekkert viss um að þetta hefði farið í þennan farveg hjá okkur ef við hefðum ekki verið búin að mennta fólkið okkar. Málið hefði sennilega ekki komið til minnar vitundar, ef fólki veit ekki af hverju er verið að leita þá er ekki líklegt að árangur náist,” segir hún. 

„Þetta eru gríðarlega flókin mál og erfið allstaðar. Sönnunin er svo erfið. Þu ert með þolanda sem er í undirmálsstöðu, getur sætt hótunum eða jafnvel er þetta eina vonin um betra líf, að eftir einhvern vinnutíma hafa þolendur trú á að komi betri tíð. Það getur verið ein skýringin,” útskýrir Sigríður. 

Skilgreiningin er sú að það er verið að hagnýta einstaklinginn. „Þetta krefst þess yfirleitt að þú vinnir traust þolandans, getir tryggt honum nægilega vernd og þjónustu.”

Svo stundum upplifir þolandinn sig ekki sjálfur sem þolanda? 

„Já við lendum í því til dæmis með karlmenn. Það er mjög erfitt að fá þá til að upplifa sig þolendur. En vinnumansal er mjög algengt. Við horfum oft meira á kynlífsmansalið, en það er líka vinnumansal  í gangi.“

Það er að gerast núna í auknu mæli?

„Já, við höfum fengið nokkur mál en ekki enn náð sakfellingu. Við höfum farið í heimsóknir á vinnustaði með verkalýðsfélögunum, en ekki fundið mál þar. Engar vísbendingar um að sé mansal. Við verðum líka að hafa það í huga að við erum einn liður í stórri keðju, glæpir ferðast á milli landamæra og landa og samstarf er lykill að allri þróun.”


Tengdar fréttir

Ríkislögreglustjóri stóð í veginum

Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hætti störfum með látum árið 2008 eftir ágreining við þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason.

Mansal í vændi á Íslandi er algengt

Mikil tengsl eru á milli vændis og mansals hér á landi. Þetta er niðurstaða Heiðu Bjarkar Vignisdóttur sem rannsakaði tengsl vændis við skipulagða glæpastarfsemi.

Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali

Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri.

Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali.

Fá ekki peninga til fræðslu um mansal

Lögreglumenn verja frítíma sínum í að fræða fólk um mansal. Ekkert fjármagn fylgir aðgerðaáætlun gegn mansali. Lögreglurannsókn hófst eftir fræðslufund.

Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali

Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu.

Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu

Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi.

Blekkt og notuð sem burðardýr

Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs

Konurnar neyddar út í vændi

Svala Heiðberg stýrir athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og vændis í Kaupmannahöfn. Veruleiki kvennanna sem sækja athvarfið er afar dapur en flestar koma frá Nígeríu og hafa verið blekktar út í vændi. Þær eru á valdi annarra og hafa ekkert um hlutskipti sitt að segja.

Verkalýðsfélagið bað um mansalsteymi vestur

Rannsókn á meintu mansali fiskverkafólks frá Póllandi sem kom upp á Bolungarvík hófst ekki fyrr en Verkalýðsfélagið á staðnum ýtti á eftir því. Formaður félagsins skorar á önnur verkalýðsfélög að vera á varðbergi gagnvart mansali og fylgjast vel með kjörum farandverkafólks.

Nútímaþrælahald

Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta.

Fleiri ábendingar um vinnumansal

Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi.

Telur vanta úrræði fyrir karlmenn

Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali.

Grunur um mansal í 37 málum frá 2012

Grunur um mansal kviknaði við vinnslu 37 mála hjá Útlendingastofnun og 30 mála hjá lögreglu. Eitt málanna snerti óþekktan fjölda fólks. Kristínarhús, neyðarathvarf fyrir grunuð mansalsfórnarlömb kostaði fimmtíu milljónir krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×