Innlent

Jeppa ekið á umferðarljós sem féll á strætóskýli

Birgir Olgeirsson skrifar
Á þriðja tímanum barst lögreglu tilkynning um ökumann á jeppa sem hafði ekið á umferðarljós.
Á þriðja tímanum barst lögreglu tilkynning um ökumann á jeppa sem hafði ekið á umferðarljós. Vísir/Anton
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum verkefnum í dag. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu datt ungur drengur á reiðhjóli á öðrum tímanum í dag. Fékk hann stýrið í kvið og var í framhaldi fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Er ekki talið að drengurinn hafi slasast alvarlega.

Á þriðja tímanum barst lögreglu tilkynning um ökumann á jeppa sem hafði ekið á umferðarljós. Umferðarljósið féll á strætóskýli sem skemmdist. Ökumaður ók af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu en bifreiðin er talsvert skemmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×