Innlent

Óttast um að fleiri hafi farist eftir að herþota hrapaði

Heimir Már Pétursson skrifar
Herþotan hrapaði á bíla á þjóðvegi skammt frá flugsýningunni.
Herþotan hrapaði á bíla á þjóðvegi skammt frá flugsýningunni. mynd/youtube
Óttast er að fleiri en þeir sjö sem staðfest er að hafi látist í flugslysi á flugsýningu í vestur Suxxex í gærdag hafi týnt lífi. Fjórtán slösuðust og voru fjórir af þeim fluttir á spítala einn mjög alvarlega slasaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og björgunarlið halda áfram að leita í brakinu þar sem herþota hrapaði á bíla á þjóðvegi skammt frá flugsýningunni.

Flugmaðurinn, sem er fyrrverandi flugmaður í breska flughernum, lifði flugslysið af og er sagður berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. Lögregla hefur fengið um fjörutíu símtöl þar sem fólk segist óttast um ástvini sína.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×