Fótbolti

Neymar vann 2,6 milljónir í póker

Neymar fagnar í landsleik með Brasilíu.
Neymar fagnar í landsleik með Brasilíu. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Neymar gat ekki spilað með Barcelona í gær því hann er að jafna sig eftir að hafa fengið hettusótt.

Hann hefur fundið sér ýmislegt að gera í veikindunum og til að mynda að spila póker á netinu. Neymar datt í lukkupottinn um helgina.

Þá vann hann rúmlega 2,6 milljónir króna á einni hönd í netpókernum. Hann fékk þá konunglega röð, Royal Flush, og leiddist það ekki.

Hann tók svo eðlilega mynd af þessu og setti á Instagram eins og sjá mér hér að neðan. Þetta er reyndar bara vasapeningur fyrir Neymar sem er með um 4,5 milljarða í árslaun hjá Börsungum.

Jogando online, olha o que eu faço ROYAL STRAIGHT FLUSH #Poker

A photo posted by Nj (@neymarjr) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×