Innlent

Nýtt form skólaaksturs fatlaðra barna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Nýtt form er á skólaakstri fatlaðra barna frá og með nýju skólaári sem hefst á morgun, þriðjudaginn 25. ágúst. Í tilkynningu frá Strætó segir að starfsfólk fyrirtækisins hafi unnið hörðum höndum að undirbúningi þjónustunnar síðustu misseri, í nánu samstarfi við sveitarfélögin, skólana og fulltrúa foreldra.

„Bílstjórar hafa setið námskeið með fagaðilum, upplýsingum verið safnað um alla helstu skóla og frístundaheimili, ökutækin verið yfirfarin og þeim fjölgað, foreldrum/forráðamönnum útvegaður vefaðgangur fyrir bókanir, svo fátt eitt sé nefnt.“


Foreldrar fatlaðra skólabarna þurfa að hafa samband við þjónustuver Strætó til að bóka ferðir fyrir börnin. Nú þegar hafa flestir gert það en starfsfólk Strætó áréttar að foreldrar sem ekki hafa bókað, geri það sem allra fyrst.

„Best er að hafa samband með tölvupósti á netfangið pontun@straeto.is en einnig er hægt að hringja í síma 540 2700.​“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×