Innlent

Íslenska konan laus úr haldi gegn tryggingu

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan í Liverpool lagði halda á milljón pund í reiðufé eða jafnvirði 208 milljóna íslenskra króna, í húsleit í júlí síðastliðnum en íslensk kona var handtekin í kjölfarið. Hún er nú laus gegn tryggingu og verður mál hennar þingfest ytra í október næstkomandi.
Lögreglan í Liverpool lagði halda á milljón pund í reiðufé eða jafnvirði 208 milljóna íslenskra króna, í húsleit í júlí síðastliðnum en íslensk kona var handtekin í kjölfarið. Hún er nú laus gegn tryggingu og verður mál hennar þingfest ytra í október næstkomandi. Mynd af vef Liverpool Echo
Íslenska konan, sem handtekin var með 13 kíló af heróíni og milljón pund í reiðufé í Bretlandi í júlí síðastliðnum, er laus úr haldi gegn tryggingu.

Konan var handtekin í litlu þorpi í útjaðri Liverpool, sem nefnist Melling, ásamt þremur karlmönnum þann 7. júlí síðastliðinn en mennirnir eru enn í haldi lögreglu. Lögreglan í Merseyside-sýslu staðfestir að ákæran gegn þeim verði þingfest þann 16. október næstkomandi í Liverpool.

Við þrjár húsleitir lögreglu, þann 7. júlí síðastliðinn, fundust rúmlega 13 kíló af heróíni sem lögregla telur að hafi verið ætlað til sölu. Sömuleiðis var á vettvangi ein milljón punda í reiðufé sem svarar til 208 milljóna íslenskra króna.

Konan heitir Kolbrún Ómarsdóttir en mennirnir þrír sem einnig voru handteknir eru á aldrinum 23 - 36 ára. Þeir heita Benjamin Marsden, Darren Marsden og John Joseph Courtney. Fimmta mannsins, Paul Newman, sem er talinn viðriðinn málið, er enn leitað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×