Innlent

Brotist inn í bíl ferðamanna

Gissur Sigurðsson skrifar
Þjófurinn og þýfið eru ófundin.
Þjófurinn og þýfið eru ófundin. Vísir/Kolbeinn
Brotist var inn í bíl erlendra ferðamanna, þar sem hann stóð á  Skólavörðustíg  í Reykjavík í nótt og þaðan stolið útivistarfatnaði, myndavélum og matvælum.

Þetta var búnaður sem ferðamennirnir ætluðu að hafa með sér þegar þeir legðu upp í göngu yfir Laugaveginn í dag. Líklega verður þó ekkert af þeirri göngu að sinni.
 

Þjófurinn og þýfið eru ófundin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×