Stórþjófur handtekinn með lista yfir muni og nákvæmar lýsingar á þjófnuðum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 11:15 Þjófurinn segist hafa verið í mikilli neyslu síðan í mars. Vísir/Getty Maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna ítrekaðra þjófnaðarbrota. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn 20. ágúst. Hann var síðast handtekinn 19. ágúst síðastliðinn eftir að hafa tekið borvél, tvær tangir, hnífasett, töng, skrúfjárn og rykgrímu ófrjálsri hendi úr verslun einni í Kópavogi. Í kjölfarið var gerð húsleit hjá viðkomandi og fannst þar hnífasett, töng, skrúfjárn auk þess sem tvær stolnar axir lágu á gólfinu í svefnherbergi hans. Auk verkfæranna fundust nokkrir munir úr minjagripabúð á laugavegi og fatnaður sem kærði gat ekki útskýrt hvaðan kom. Þá fundust á honum tvær stílabækur sem hann var með í tösku, í bókunum var nákvæm lýsing á þjófnuðum. Þar var ákveðið hvar, hvenær og hverju ætti að stela ásamt yfirliti yfir fíkniefnasölu og skuldalistar.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn skuldi háar fjárhæðir til fimm mismunandi aðila vegna fíkniefnakaupa. Maðurinn hafi reynt að greiða skuldir sínar með því að stela ítrekað og var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rökstuddur með vísan til brotaferils mannsins.Stórtækur þjófur í allt sumar Síðan í apríl á þessu ári hefur maðurinn verið handtekinn fyrir að hafa keyrt undir áhrifum ávana- og fíkniefna bílprófslaus í tvígang. Hann sé grunaður um að hafa stolið bluetooth hátölurum og hátalara af gerðinni LG Music Flow H7 úr einni verslun, GoPro myndavél, Beats Solo heyrnatólum úr annarri og stuttu síðar farið inn í tvær búðir, aðra í Reykjavík og hina í Kópavogi, og látið þar greipar sópa. Öll þessi þjófnaðarbrot eiga að hafa átt sér stað í júní síðastliðnum. Þá hefur maðurinn verð tekinn með maríjúana bæði í júlí og júní. Í ágúst tók hann til við þjófnað á ný en ellefta þess mánaðar fór hann inn í bifreið í Reykjavík og tók þaðan vegabréf, seðlaveski og myndavélarlinsu. Tveimur dögum síðar fór hann í fataverslun, stal þaðan tveimur dúnúlpum og við afskipti lögreglu afhenti hann jakka og úlpu sem hann hafði einnig stolið í ágúst.Vildi ekki að neinn væri á eftir fjölskyldu hans Þegar maðurinn var handtekinn síðast, 19. ágúst eins og fyrr var nefnt, fannst á honum hnífur. Brot mannsins síðan í apríl eru því mörg en hann segist hafa verið í mikilli neyslu frá því í mars. Hann sagðist við yfirheyrslu nota amfetamín, kannabis og sterk róandi læknalyf. Hann sagðist vilja komast í meðferð en hefði viljað gera upp allar sínar skuldir svo enginn væri á eftir honum eða fjölskyldu hans. Fullyrti hann að lánadrottnar hans hafi látið hann hafa lista af munum sem hann ætti að sækja sem myndu ganga upp í skuldina. Með fyrrtöldum brotum sínum braut maðurinn skilorð en 27. febrúar var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir fíkniefna-, umferðar- og hegningalagabrot. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna ítrekaðra þjófnaðarbrota. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn 20. ágúst. Hann var síðast handtekinn 19. ágúst síðastliðinn eftir að hafa tekið borvél, tvær tangir, hnífasett, töng, skrúfjárn og rykgrímu ófrjálsri hendi úr verslun einni í Kópavogi. Í kjölfarið var gerð húsleit hjá viðkomandi og fannst þar hnífasett, töng, skrúfjárn auk þess sem tvær stolnar axir lágu á gólfinu í svefnherbergi hans. Auk verkfæranna fundust nokkrir munir úr minjagripabúð á laugavegi og fatnaður sem kærði gat ekki útskýrt hvaðan kom. Þá fundust á honum tvær stílabækur sem hann var með í tösku, í bókunum var nákvæm lýsing á þjófnuðum. Þar var ákveðið hvar, hvenær og hverju ætti að stela ásamt yfirliti yfir fíkniefnasölu og skuldalistar.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn skuldi háar fjárhæðir til fimm mismunandi aðila vegna fíkniefnakaupa. Maðurinn hafi reynt að greiða skuldir sínar með því að stela ítrekað og var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rökstuddur með vísan til brotaferils mannsins.Stórtækur þjófur í allt sumar Síðan í apríl á þessu ári hefur maðurinn verið handtekinn fyrir að hafa keyrt undir áhrifum ávana- og fíkniefna bílprófslaus í tvígang. Hann sé grunaður um að hafa stolið bluetooth hátölurum og hátalara af gerðinni LG Music Flow H7 úr einni verslun, GoPro myndavél, Beats Solo heyrnatólum úr annarri og stuttu síðar farið inn í tvær búðir, aðra í Reykjavík og hina í Kópavogi, og látið þar greipar sópa. Öll þessi þjófnaðarbrot eiga að hafa átt sér stað í júní síðastliðnum. Þá hefur maðurinn verð tekinn með maríjúana bæði í júlí og júní. Í ágúst tók hann til við þjófnað á ný en ellefta þess mánaðar fór hann inn í bifreið í Reykjavík og tók þaðan vegabréf, seðlaveski og myndavélarlinsu. Tveimur dögum síðar fór hann í fataverslun, stal þaðan tveimur dúnúlpum og við afskipti lögreglu afhenti hann jakka og úlpu sem hann hafði einnig stolið í ágúst.Vildi ekki að neinn væri á eftir fjölskyldu hans Þegar maðurinn var handtekinn síðast, 19. ágúst eins og fyrr var nefnt, fannst á honum hnífur. Brot mannsins síðan í apríl eru því mörg en hann segist hafa verið í mikilli neyslu frá því í mars. Hann sagðist við yfirheyrslu nota amfetamín, kannabis og sterk róandi læknalyf. Hann sagðist vilja komast í meðferð en hefði viljað gera upp allar sínar skuldir svo enginn væri á eftir honum eða fjölskyldu hans. Fullyrti hann að lánadrottnar hans hafi látið hann hafa lista af munum sem hann ætti að sækja sem myndu ganga upp í skuldina. Með fyrrtöldum brotum sínum braut maðurinn skilorð en 27. febrúar var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir fíkniefna-, umferðar- og hegningalagabrot.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira