Síbrotamaður í tveggja mánaða fangelsi fyrir bensínþjófnað Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 18:03 Maðurinn dældi fimm sinnum á bílinn sinn á tímabilinu 21. apríl til 5. maí á bensínstöðvum Olíuverslunarinnar og ók á brott án þess að borga. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa stolið eldsneyti fyrir tæpar 60 þúsund krónur af Olíuverslun Íslands hf. Maðurinn dældi fimm sinnum á bílinn sinn á tímabilinu 21. apríl til 5. maí á bensínstöðvum Olíuverslunarinnar og ók á brott án þess að borga. 11. febrúar síðastliðinn var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir eitt þjófnaðarbrot og brot gegn umferðarlögum, nánar tiltekið að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti alls fimm sinnum á tímabilinu 22. maí til 17. júlí 2014 og að auki í eitt skipti undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Manninum var í ljósi sakaferils gerð fangelsisrefsing fyrir sviptingarakstur með dómi 10. janúar 2014, en á sakavottorði hans kemur fram að hann hafi gengist undir sektargreiðslur með sáttum hjá lögreglustjóra 19. september 2012 og hlotið dóm 15. júní sama ár fyrir slík brot, en dómurinn, sem hljóðaði upp á fjögurra mánaða fangelsi, tók að auki til annarra umferðarlagabrota og þjófnaðarbrots. Þá var maðurinn dæmdur í 30 daga fangelsi 29. mars 2011 fyrir þjófnað og með dómi 15. júní 2010 var hann sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, eignaspjöll, skjalafals og þjófnað og gert að sæta fangelsi í átta mánuði. Brot mannsins, sem hann var dæmdur fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag, voru framin áður en framangreindur dómur frá 11. febrúar síðastliðinn var kveðinn upp. Var því litið til fyrri brota þegar refsing hans var kveðinn upp en honum er gert að sæta fangelsisvist í tvo mánuði. Maðurinn játaði bensínþjófnaðinn skýlaust fyrir dómi og var dæmdur til að endurgreiða Olíuverslun Íslands 57.288 krónur. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa stolið eldsneyti fyrir tæpar 60 þúsund krónur af Olíuverslun Íslands hf. Maðurinn dældi fimm sinnum á bílinn sinn á tímabilinu 21. apríl til 5. maí á bensínstöðvum Olíuverslunarinnar og ók á brott án þess að borga. 11. febrúar síðastliðinn var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir eitt þjófnaðarbrot og brot gegn umferðarlögum, nánar tiltekið að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti alls fimm sinnum á tímabilinu 22. maí til 17. júlí 2014 og að auki í eitt skipti undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Manninum var í ljósi sakaferils gerð fangelsisrefsing fyrir sviptingarakstur með dómi 10. janúar 2014, en á sakavottorði hans kemur fram að hann hafi gengist undir sektargreiðslur með sáttum hjá lögreglustjóra 19. september 2012 og hlotið dóm 15. júní sama ár fyrir slík brot, en dómurinn, sem hljóðaði upp á fjögurra mánaða fangelsi, tók að auki til annarra umferðarlagabrota og þjófnaðarbrots. Þá var maðurinn dæmdur í 30 daga fangelsi 29. mars 2011 fyrir þjófnað og með dómi 15. júní 2010 var hann sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, eignaspjöll, skjalafals og þjófnað og gert að sæta fangelsi í átta mánuði. Brot mannsins, sem hann var dæmdur fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag, voru framin áður en framangreindur dómur frá 11. febrúar síðastliðinn var kveðinn upp. Var því litið til fyrri brota þegar refsing hans var kveðinn upp en honum er gert að sæta fangelsisvist í tvo mánuði. Maðurinn játaði bensínþjófnaðinn skýlaust fyrir dómi og var dæmdur til að endurgreiða Olíuverslun Íslands 57.288 krónur.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira