Síbrotamaður í tveggja mánaða fangelsi fyrir bensínþjófnað Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 18:03 Maðurinn dældi fimm sinnum á bílinn sinn á tímabilinu 21. apríl til 5. maí á bensínstöðvum Olíuverslunarinnar og ók á brott án þess að borga. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa stolið eldsneyti fyrir tæpar 60 þúsund krónur af Olíuverslun Íslands hf. Maðurinn dældi fimm sinnum á bílinn sinn á tímabilinu 21. apríl til 5. maí á bensínstöðvum Olíuverslunarinnar og ók á brott án þess að borga. 11. febrúar síðastliðinn var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir eitt þjófnaðarbrot og brot gegn umferðarlögum, nánar tiltekið að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti alls fimm sinnum á tímabilinu 22. maí til 17. júlí 2014 og að auki í eitt skipti undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Manninum var í ljósi sakaferils gerð fangelsisrefsing fyrir sviptingarakstur með dómi 10. janúar 2014, en á sakavottorði hans kemur fram að hann hafi gengist undir sektargreiðslur með sáttum hjá lögreglustjóra 19. september 2012 og hlotið dóm 15. júní sama ár fyrir slík brot, en dómurinn, sem hljóðaði upp á fjögurra mánaða fangelsi, tók að auki til annarra umferðarlagabrota og þjófnaðarbrots. Þá var maðurinn dæmdur í 30 daga fangelsi 29. mars 2011 fyrir þjófnað og með dómi 15. júní 2010 var hann sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, eignaspjöll, skjalafals og þjófnað og gert að sæta fangelsi í átta mánuði. Brot mannsins, sem hann var dæmdur fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag, voru framin áður en framangreindur dómur frá 11. febrúar síðastliðinn var kveðinn upp. Var því litið til fyrri brota þegar refsing hans var kveðinn upp en honum er gert að sæta fangelsisvist í tvo mánuði. Maðurinn játaði bensínþjófnaðinn skýlaust fyrir dómi og var dæmdur til að endurgreiða Olíuverslun Íslands 57.288 krónur. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa stolið eldsneyti fyrir tæpar 60 þúsund krónur af Olíuverslun Íslands hf. Maðurinn dældi fimm sinnum á bílinn sinn á tímabilinu 21. apríl til 5. maí á bensínstöðvum Olíuverslunarinnar og ók á brott án þess að borga. 11. febrúar síðastliðinn var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir eitt þjófnaðarbrot og brot gegn umferðarlögum, nánar tiltekið að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti alls fimm sinnum á tímabilinu 22. maí til 17. júlí 2014 og að auki í eitt skipti undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Manninum var í ljósi sakaferils gerð fangelsisrefsing fyrir sviptingarakstur með dómi 10. janúar 2014, en á sakavottorði hans kemur fram að hann hafi gengist undir sektargreiðslur með sáttum hjá lögreglustjóra 19. september 2012 og hlotið dóm 15. júní sama ár fyrir slík brot, en dómurinn, sem hljóðaði upp á fjögurra mánaða fangelsi, tók að auki til annarra umferðarlagabrota og þjófnaðarbrots. Þá var maðurinn dæmdur í 30 daga fangelsi 29. mars 2011 fyrir þjófnað og með dómi 15. júní 2010 var hann sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, eignaspjöll, skjalafals og þjófnað og gert að sæta fangelsi í átta mánuði. Brot mannsins, sem hann var dæmdur fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag, voru framin áður en framangreindur dómur frá 11. febrúar síðastliðinn var kveðinn upp. Var því litið til fyrri brota þegar refsing hans var kveðinn upp en honum er gert að sæta fangelsisvist í tvo mánuði. Maðurinn játaði bensínþjófnaðinn skýlaust fyrir dómi og var dæmdur til að endurgreiða Olíuverslun Íslands 57.288 krónur.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira