Áhyggjur af dvínandi bókakaupum stúdenta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. ágúst 2015 15:15 Minnihluti nemenda í háskólum landsins kaupir nýjar bækur eins og þessar sem hér má sjá. vísir/Heiða Fjörutíu prósent nemenda við Háskóla Íslands kaupa skyldulesefni sitt nýtt. Þetta kemur fram í samantekt Bóksölu stúdenta á bókasölu haustsins 2014. Þá kaupa einungis þrjátíu prósent nemenda Háskólans í Reykjavík sínar bækur. „Óhætt er að telja ástandið óásættanlegt. Kennarar ættu að ræða þessa stöðu í sínum greinum og deildum og leiðir til að bregðast við, strax á þessu haustmisseri,“ segir í bréfi sem Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, sendi á samstarfsfólk sitt á dögunum. Í bréfi sínu rekur Rúnar mögulegar ástæður fyrir minnkandi sölu bóka. Fyrsta mögulega ástæðan sem Rúnar bendir á er fjölbreyttur hópur námsmanna. Rúnar segir suma námsmenn stunda yfirborðsnám og temja sér slæmar námsvenjur. Í öðru lagi bendir hann á almennt minni bókalestur ungmenna og í þriðja lagi að nemendur hafi sagt honum að „námslánin séu ekki í takt við raunkostnað (kennslubóka) og nemendur freistist til að spara sér bókakaupin“. Fjórða ástæðan sem Rúnar telur upp er ólöglegt niðurhal kennslubóka og að nemendur skiptist á ljósritum auk þess að selja notaðar, eldri bækur. Loks segir Rúnar að „í mörgum tilvikum geri framhaldsskólar og háskólar í reynd ekki kröfu um kennslubókalestur í sínum kennsluháttum og námsmati og nemendur komist upp með að sleppa kennslubókalestri“.Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræðiRúnar hvetur samstarfsmenn sína til að endurskoða námsmat og kennsluhætti. „Ljóst er þó af skýringunum hér að ofan að fleira þyrfti væntanlega að koma til svo kennslubókahald og kennslubókanotkun nemenda verði með þeim hætti sem kennarar gera almennt ráð fyrir,“ segir í bréfinu. Nokkur svör bárust við bréfi Rúnars. „Frá því ég hóf nám í háskóla árið 2005 hef ég nánast aldrei keypt mínar námsbækur nýjar, einfaldlega þar sem það er svo brjálæðislega dýrt. Ég keypti flestallar bækur notaðar, ýmist af eldri nemendum eða af Amazon,“ segir í einu svarinu. „Ég held því að sölutölur bóksölunnar gefi alls ekki raunhæfa mynd af bókakaupum háskólastúdenta,“ segir í sama svari. „Væri kannski skynsamlegt að leggja áherslu á að nota frekar (og útbúa) kennsluefni á netinu? Kostirnir eru m.a. að það yrði ókeypis fyrir nemendur og auðvelt er að uppfæra það sem úreldist annars,“ segir í öðru svari. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Fjörutíu prósent nemenda við Háskóla Íslands kaupa skyldulesefni sitt nýtt. Þetta kemur fram í samantekt Bóksölu stúdenta á bókasölu haustsins 2014. Þá kaupa einungis þrjátíu prósent nemenda Háskólans í Reykjavík sínar bækur. „Óhætt er að telja ástandið óásættanlegt. Kennarar ættu að ræða þessa stöðu í sínum greinum og deildum og leiðir til að bregðast við, strax á þessu haustmisseri,“ segir í bréfi sem Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, sendi á samstarfsfólk sitt á dögunum. Í bréfi sínu rekur Rúnar mögulegar ástæður fyrir minnkandi sölu bóka. Fyrsta mögulega ástæðan sem Rúnar bendir á er fjölbreyttur hópur námsmanna. Rúnar segir suma námsmenn stunda yfirborðsnám og temja sér slæmar námsvenjur. Í öðru lagi bendir hann á almennt minni bókalestur ungmenna og í þriðja lagi að nemendur hafi sagt honum að „námslánin séu ekki í takt við raunkostnað (kennslubóka) og nemendur freistist til að spara sér bókakaupin“. Fjórða ástæðan sem Rúnar telur upp er ólöglegt niðurhal kennslubóka og að nemendur skiptist á ljósritum auk þess að selja notaðar, eldri bækur. Loks segir Rúnar að „í mörgum tilvikum geri framhaldsskólar og háskólar í reynd ekki kröfu um kennslubókalestur í sínum kennsluháttum og námsmati og nemendur komist upp með að sleppa kennslubókalestri“.Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræðiRúnar hvetur samstarfsmenn sína til að endurskoða námsmat og kennsluhætti. „Ljóst er þó af skýringunum hér að ofan að fleira þyrfti væntanlega að koma til svo kennslubókahald og kennslubókanotkun nemenda verði með þeim hætti sem kennarar gera almennt ráð fyrir,“ segir í bréfinu. Nokkur svör bárust við bréfi Rúnars. „Frá því ég hóf nám í háskóla árið 2005 hef ég nánast aldrei keypt mínar námsbækur nýjar, einfaldlega þar sem það er svo brjálæðislega dýrt. Ég keypti flestallar bækur notaðar, ýmist af eldri nemendum eða af Amazon,“ segir í einu svarinu. „Ég held því að sölutölur bóksölunnar gefi alls ekki raunhæfa mynd af bókakaupum háskólastúdenta,“ segir í sama svari. „Væri kannski skynsamlegt að leggja áherslu á að nota frekar (og útbúa) kennsluefni á netinu? Kostirnir eru m.a. að það yrði ókeypis fyrir nemendur og auðvelt er að uppfæra það sem úreldist annars,“ segir í öðru svari.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira